Lífið

Sjón­varpskokkurinn Gary R­hodes er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Gary Rhodes andaðist í Dubaí þar sem hann rak tvo veitingastaði, Rhodes W1 og Rhodes Twenty10.
Gary Rhodes andaðist í Dubaí þar sem hann rak tvo veitingastaði, Rhodes W1 og Rhodes Twenty10. Getty
Breski sjónvarpskokkurinn Gary Rhodes, sem meðal annars hefur birst í þáttunum Masterchef og Hell‘s Kitchen, er látinn, 59 ára að aldri.

BBC vísar í yfirlýsingu frá fjölskyldu Rhodes að hann hafi andast í gær, við hlið eiginkonu sinnar Jennie. Rhodes var þekktur fyrir broddaklippingu sína og ástríðu fyrir breskri matargerð.

Rhodes fæddist í Lundúnum árið 1960, ólst upp í Kent og stundaði nám í Thanet-tækniskólanum. Fyrsta starf hans við matreiðslu var á Hilton-hótelinu í Amsterdam og opnaði hann sinn fyrsta veitingastað sinn árið 1997. Árið 2006 fékk Rhodes OBE-orðu fyrir framlag sitt til breskrar matarmenningar.

Auk þess að koma fram í Hell‘s Kitchen og Masterchef, framleiddi hann eigin matreiðsluþætti, Rhodes Around Britain. Þá var hann þátttakandi í dansþættinum Strictly Come Dancing árið 2008.

Rhodes andaðist í Dubaí þar sem hann rak tvo veitingastaði, Rhodes W1 og Rhodes Twenty10.

Sjónvarpskokkarnir Gordon Ramsey og Jamie Oliver eru í hópi þeirra sem hafa minnst Rhodes í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×