Enski boltinn

Klopp um Fabin­ho: Vona að þetta sé ekki al­var­legt en sárs­aukinn var mikill

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fabinho liggur á vellinum í gær.
Fabinho liggur á vellinum í gær. vísir/getty
Fabinho meiddist í leik Liverpool gegn Napoli í gær en Brassinn þurfti að fara af velli eftir einungis nítján mínútna leik í Meistaradeildarleik liðanna.

Fabinho, sem hefur spilað alla leiki Liverpool í ensku úrvalsdeildinni fyrir utan einn, lenti í samstuði við Dejan Lovren og var í kjölfarið skipt af velli.

Hann er í banni gegn Brighton á laugardaginn en Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, veit ekki hvort að hann verði klár í leikinn gegn Everton í næstu viku.

„Stærsti hluturinn eru meiðsli Fabinho. Það er of snemmt að segja og við vonum að þetta sé ekki alvarlegt en þetta er sársaukafullt á svæði sem þú vilt ekki finna fyrir verkjum, í kringum ökklann,“ sagði sá þýski í leikslok.





Næsta spurning beindist svo að því hversu lengi Fabinho verður frá en ansi þétt dagskrá bíður Liverpool-liðsins á næstu vikum og mánuðum.

„Ég vil ekki segja hvað ég held því ég vona að þetta sé ekki alvarlegt. Hann finnur fyrir miklum sársauka sem er ekki gott. Hann gat ekki haldið áfram. Ég vona að þetta sé ekki alvarlegt. Við vitum meira á morgun eða hinn.“

Fabinho hefur verið einn allri besti leikmaður Liverpool á leiktíðinni en hann hefur bundið saman liðið.


Tengdar fréttir

Jafnt á Anfield

Liverpool tókst ekki að tryggja sæti sitt í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld því liðið gerði jafntefli við Napólí á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×