Körfubolti

Kerr braut þjálfaraspjaldið og skar sig í leiðinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kerr er skapheitur.
Kerr er skapheitur. vísir/getty

Veturinn hefur verið erfiður fyrir Steve Kerr, þjálfara Golden State Warriors, enda liðið hans lítið getað og margir leikmenn meiddir.

Í leiknum gegn Chicago Bulls í nótt missti hann stjórn á skapi sínu og í pirringskasti braut hann spjaldið þar sem hann teiknar kerfin á. Ekki tókst betur til en svo að hann skar sjálfan sig í leiðinni. Hann mætti því vafinn um handlegginn á blaðamannafund eftir leik en hans lið vann leikinn á endanum.

„Þetta er smá skeina. Ég braut spjaldið. Þetta er fyrra spjaldið sem ég brýt í vetur. Ég má brjóta tvö á tímabili. Ég sker mig alltaf í leiðinni en þetta var dýpri skurður en venjulega. Ég var líka aðeins reiðari en venjulega,“ sagði Kerr léttur eftir leik.

Eins og þjálfarinn kemur inn á þá er þetta alls ekki í fyrsta sinn sem hann brjálast með fyrrgreindum afleiðingum.

„Hann slátraði höndinni á sér. Það var blóð út um allt og á buxunum hans. Þetta kveikti í okkur,“ sagði Draymond Green, leikmaður Warriors, en leikmenn kunnu að meta ástríðu þjálfarans.

NBA

Tengdar fréttir

Ekkert fær Lakers stöðvað | Myndbönd

Það fær ekkert stöðvað Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltanum en í nótt unnu þeir sinn níunda sigur í röð er liðið hafði betur gegn New Orleans í spennuleik, 114-110.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.