Körfubolti

Ekkert fær Lakers stöðvað | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Davis og LeBron voru öflugir í nótt.
Davis og LeBron voru öflugir í nótt. vísir/getty

Það fær ekkert stöðvað Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltanum en í nótt unnu þeir sinn níunda sigur í röð er liðið hafði betur gegn New Orleans í spennuleik, 114-110.

Frábær fjórði fjórðungur lagði grunninn að sigrinum en gestirnir frá Los Angeles unnu fjórða leikhlutann með fjórtán stigum og leikinn þar af leiðandi með fjórum stigum.

Anthony Davis dro vagninn hjá Lakers og rúmlega það. Hann skoraði 41 stig og tók nú fráköst en LeBron James skilaði 29 stigum, gaf ellefu stoðsendingar og tók fimm fráköst.

Þetta var níundi sigur Lakers í röð en liðið hefur unnið sextán af fyrstu átján leikjum sínum. Ekkert lið í NBA-körfuboltanum er með jafn gott sigurhlutfall, eða 88,9%.

Milwaukee er líkt og Lakers á miklu skriði en þeir unnu einnig sinn níunda sigur í röð í nótt er liðið vann níu stiga sigur á Atlanta, 111-102.

Gríska undrið, Giannis Antetokounmpo, hefur farið á kostum í upphafi tímabils og hann hélt uppteknum hætti í nótt. Hann gerði 30 stig og tók tíu fráköst.

Öll úrslit næturinnar:
Brooklyn - Boston 110-121
Orlando - Cleveland 116-104
Utah - Indiana 102-121
Sacramento - Philadelphia 91-97
Detroit - Charlotte 101-102
New York - Toronto 98-126
Miami - Houston 108-117
Atlanta - Milwaukee 102-111
LA Clippers - Memphis 121-119
Minnesota - San Antonio 103-101
Washington - Phoenix 140-132
LA Lakers - New Orleans 114-110
Oklahoma - Portland 119-136
Chicago - Golden State 90-104


NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.