Körfubolti

Tryggvi með eitt stig í naumu tapi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. Vísir/Getty

Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason var í eldlínunni með Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld þegar liðið fékk Joventut í heimsókn og úr varð hörkuleikur.

Fór að lokum svo að Tryggvi og félagar þurftu að lúta í lægra haldi fyrir Joventut en leiknum lauk 90-92 fyrir gestunum. Zaragoza áfram í 2.sæti deildarinnar en þetta var aðeins annað tap liðsins á leiktíðinni. Real Madrid trónir taplaust á toppnum.

Tryggvi Snær skoraði eitt stig í kvöld auk þess að taka eitt frákast en Dennis Seeley fór mikinn í liði Zaragoza með 21 stig.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.