Innlent

Grunaður um kókaín­sölu á skemmti­stað

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er til húsa í Reykjanesbæ.
Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er til húsa í Reykjanesbæ. Vísir/vilhelm
Lögreglan á Suðurnesjum handtók mann á skemmtistað í umdæminu aðfaranótt sunnudags vegna gruns um að hann væri með fíkniefni í fórum sínum og væri jafnframt að selja þau á staðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum.Maðurinn reyndist vera með um níu grömm af fíkniefnum í dós og gaf forpróf til kynna að um kókaín væri að ræða. Maðurinn viðurkenndi í skýrslutöku á lögreglustöð að efnið væri kókaín. Hann neitaði hins vegar að hann hefði verið að selja fíkniefni.Töluverðir fjármunir sem maðurinn hafði í fórum sínum voru jafnframt haldlagðir í þágu rannsóknar málsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.