Innlent

Grunaður um kókaín­sölu á skemmti­stað

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er til húsa í Reykjanesbæ.
Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er til húsa í Reykjanesbæ. Vísir/vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum handtók mann á skemmtistað í umdæminu aðfaranótt sunnudags vegna gruns um að hann væri með fíkniefni í fórum sínum og væri jafnframt að selja þau á staðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum.

Maðurinn reyndist vera með um níu grömm af fíkniefnum í dós og gaf forpróf til kynna að um kókaín væri að ræða. Maðurinn viðurkenndi í skýrslutöku á lögreglustöð að efnið væri kókaín. Hann neitaði hins vegar að hann hefði verið að selja fíkniefni.

Töluverðir fjármunir sem maðurinn hafði í fórum sínum voru jafnframt haldlagðir í þágu rannsóknar málsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.