Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Elín Sigurgeirsdóttir, Eybjörg Hauksdóttir, Haraldur Sæmundsson og Jón Gauti Jónsson og Þórarinn Guðnason skrifa 11. nóvember 2019 13:42 Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. Þetta eru allt aðilar sem semja við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um sína þjónustu. Það er athyglisvert í sjálfu sér að stærstu viðsemjendur SÍ taki höndum saman um slíkt verkefni. Ástæðan er sú að allir þessir aðilar telja vera alvarlega annmarka á núverandi kerfi í kringum kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu. Skýrsla Ríkisendurskoðunar frá 2018 vakti athygli á mörgum þessara atriða. Í þá skýrslu vantað þó ýmis atriði og ekki síst að greina frá þeim alvarlegu afleiðingum sem þessir annmarkar geta haft fyrir þjónustuveitendur, en ekki síður fyrir þá skjólstæðinga sem reiða sig á þessa þjónustu. Eins og fram kemur í nýrri úttekt KPMG eru verulegar brotalamir á núverandi kerfi: Vinnubrögð og fyrirkomulag við innkaup eru óskýr. Starfsumhverfi rekstraraðila sem semja við SÍ er ótryggt. Hlutverk aðila í stjórnkerfinu og ábyrgð eru óskýr. Takmörkuð fagþekking er hjá SÍ til að annast greiningar, gerð og eftirlit samninga. Aðstöðumunur milli aðila er oft mikill, þannig að það hallar á þjónustuveitendur. Skortur er á greiningum og kostnaðarmati. Þá er sérstaklega tekið fram í skýrslunni að ekki sé hægt að rekja þessar brotalamir beint til lagarammans sem gildir um kaup á heilbrigðisþjónustu eða opinber innkaup. Rétt er að benda t.d. á það að enn eru lög um Sjúkratryggingar í fullu gildi og hægt að semja á grundvelli þeirra að áliti virtra lögmanna. Erfitt er fyrir utanaðkomandi aðila að gera sér grein fyrir afleiðingum þessara annmarka fyrir þjónustuveitanda og þjónustuþega, en þær geta verið mjög alvarlegar. Framþróun, fjárfestingar og uppbygging í þjónustu næst ekki. Óvissa í starfsumhverfi dregur úr nýliðun og úthaldi reyndara starfsfólks. Heilbrigðisstarfsfólk fer í önnur störf og fagþekking tapast úr heilbrigðiskerfinu. Greiðslur fyrir þjónustuna rýrnar með tilviljanakenndum og jafnvel ómeðvituðum hætti, sem bitnar á þjónustunni sjálfri. Eftirlit með þjónustustigi er ekki framfylgt og áherslur á gæði þjónustu víkja fyrir kostnaðarsjónarmiðum. Miklar og skyndilegar breytingar verða á þjónustunni sem bitna að endingu á þjónustuþegum, sem eru oftar en ekki í viðkvæmasta hóp samfélagsins og geta í versta falli þurft að taka einir á sig kostnaðarhækkanir sem ekki hefur tekist að semja um. Eins og staðan er í dag eru Sjúkratryggingar Íslands að semja um kaup á ca. 15 - 20% allrar heilbrigðisþjónustu í landinu. Samkvæmt núgildandi heilbrigðisstefnu eiga Sjúkratryggingar Íslands árið 2030 að annast alla samningagerð um kaup á heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins, hvort sem um er að ræða þjónustu opinberra eða einkaaðila. Stofnunin veldur ekki núverandi hlutverki sínu og er engan veginn í stakk búin til að taka við innkaupum á allri heilbrigðisþjónustu nema að eitthvað mikið breytist. Undirrituð lýsa yfir vantrausti á núverandi kerfi við kaup heilbrigðisþjónustu og krefjast þess að stjórnvöld grípi inní áður en varanlegar skemmdir verða á mikilvægum lykilþáttum heilbrigðisþjónustu landsmanna. Elín Sigurgeirsdóttir, f.v. formaður Tannlæknafélags Íslands Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu Haraldur Sæmundsson, formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara Jón Gauti Jónsson, formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggingar Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Skoðun Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. Þetta eru allt aðilar sem semja við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um sína þjónustu. Það er athyglisvert í sjálfu sér að stærstu viðsemjendur SÍ taki höndum saman um slíkt verkefni. Ástæðan er sú að allir þessir aðilar telja vera alvarlega annmarka á núverandi kerfi í kringum kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu. Skýrsla Ríkisendurskoðunar frá 2018 vakti athygli á mörgum þessara atriða. Í þá skýrslu vantað þó ýmis atriði og ekki síst að greina frá þeim alvarlegu afleiðingum sem þessir annmarkar geta haft fyrir þjónustuveitendur, en ekki síður fyrir þá skjólstæðinga sem reiða sig á þessa þjónustu. Eins og fram kemur í nýrri úttekt KPMG eru verulegar brotalamir á núverandi kerfi: Vinnubrögð og fyrirkomulag við innkaup eru óskýr. Starfsumhverfi rekstraraðila sem semja við SÍ er ótryggt. Hlutverk aðila í stjórnkerfinu og ábyrgð eru óskýr. Takmörkuð fagþekking er hjá SÍ til að annast greiningar, gerð og eftirlit samninga. Aðstöðumunur milli aðila er oft mikill, þannig að það hallar á þjónustuveitendur. Skortur er á greiningum og kostnaðarmati. Þá er sérstaklega tekið fram í skýrslunni að ekki sé hægt að rekja þessar brotalamir beint til lagarammans sem gildir um kaup á heilbrigðisþjónustu eða opinber innkaup. Rétt er að benda t.d. á það að enn eru lög um Sjúkratryggingar í fullu gildi og hægt að semja á grundvelli þeirra að áliti virtra lögmanna. Erfitt er fyrir utanaðkomandi aðila að gera sér grein fyrir afleiðingum þessara annmarka fyrir þjónustuveitanda og þjónustuþega, en þær geta verið mjög alvarlegar. Framþróun, fjárfestingar og uppbygging í þjónustu næst ekki. Óvissa í starfsumhverfi dregur úr nýliðun og úthaldi reyndara starfsfólks. Heilbrigðisstarfsfólk fer í önnur störf og fagþekking tapast úr heilbrigðiskerfinu. Greiðslur fyrir þjónustuna rýrnar með tilviljanakenndum og jafnvel ómeðvituðum hætti, sem bitnar á þjónustunni sjálfri. Eftirlit með þjónustustigi er ekki framfylgt og áherslur á gæði þjónustu víkja fyrir kostnaðarsjónarmiðum. Miklar og skyndilegar breytingar verða á þjónustunni sem bitna að endingu á þjónustuþegum, sem eru oftar en ekki í viðkvæmasta hóp samfélagsins og geta í versta falli þurft að taka einir á sig kostnaðarhækkanir sem ekki hefur tekist að semja um. Eins og staðan er í dag eru Sjúkratryggingar Íslands að semja um kaup á ca. 15 - 20% allrar heilbrigðisþjónustu í landinu. Samkvæmt núgildandi heilbrigðisstefnu eiga Sjúkratryggingar Íslands árið 2030 að annast alla samningagerð um kaup á heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins, hvort sem um er að ræða þjónustu opinberra eða einkaaðila. Stofnunin veldur ekki núverandi hlutverki sínu og er engan veginn í stakk búin til að taka við innkaupum á allri heilbrigðisþjónustu nema að eitthvað mikið breytist. Undirrituð lýsa yfir vantrausti á núverandi kerfi við kaup heilbrigðisþjónustu og krefjast þess að stjórnvöld grípi inní áður en varanlegar skemmdir verða á mikilvægum lykilþáttum heilbrigðisþjónustu landsmanna. Elín Sigurgeirsdóttir, f.v. formaður Tannlæknafélags Íslands Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu Haraldur Sæmundsson, formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara Jón Gauti Jónsson, formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar