Körfubolti

Hvatti dómarana til að reka pabba sinn út úr húsi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Austin biður um tæknivillu á pabba sinn.
Austin biður um tæknivillu á pabba sinn. mynd/instagram austin rivers
Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, var rekinn út úr húsi í tapi fyrir Houston Rockets, 102-93, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Sonur Rivers, Austin, leikur með Houston. Hann hvatti dómara leiksins til að gefa pabba sínum tæknivillu. Og fáum virtist meira skemmt en honum þegar pabbi hans gekk út úr salnum.

„Ég sá að þetta myndi gerast. Ég hef séð þetta margoft. Þegar hann byrjar að blikka augunum hratt er hann að hitna. Svo ég sagði dómurunum bara að gefa honum tæknivillu sem og þeir gerðu,“ sagði Austin eftir leikinn.

„Ég elska hann. En ég ætla ekki að ljúga því að ég naut þess. Þetta var gaman.“

Doc kvaðst ekki svekktur út í son sinn eftir leik og sagði að hann hefði átt að biðja um tæknivillu á sig.

Eftir leikinn birti Austin mynd á Instagram þar sem hann sést biðja um tæknivillu á föður sinn. „Frábær sigur. Elska þig pabbi,“ skrifaði Austin við myndina. Sá gamli svaraði: „Kostulegt..... elska þig.“



 
 
 
View this post on Instagram
Great win. Love u pops

A post shared by Austin Rivers (@austinjrivers) on Nov 13, 2019 at 8:12pm PST

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×