Körfubolti

Harden í essinu sínu í sigri Houston

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harden skoraði 47 stig gegn Los Angeles Clippers.
Harden skoraði 47 stig gegn Los Angeles Clippers. vísir/getty
James Harden skoraði 47 stig þegar Houston Rockets vann Los Angeles Clippers, 102-93, í NBA-deildinni í nótt. Þetta var fimmti sigur Houston í röð en liðið er í 2. sæti Vesturdeildarinnar.

Harden hitti úr sjö af 13 þriggja stiga skotum sínum og skoraði 16 stig af vítalínunni. Hann skoraði 17 stig í 4. leikhluta. Kawhi Leonard var atkvæðamestur hjá Clippers með 26 stig og tólf fráköst.Sex aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.

Los Angeles Lakers átti ekki í miklum vandræðum með að leggja vængbrotið lið Golden State Warriors að velli, 120-94.

LeBron James skoraði 23 stig og gaf tólf stoðsendingar fyrir Lakers sem er á toppnum í Vesturdeildinni. Kyle Kuzma skoraði 22 stig og JaVale McGee var með 18 stig og 17 fráköst.Boston Celtics vann sinn níunda leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Washington Wizards, 140-133. Boston er á toppi Austurdeildarinnar.

Sjö leikmenn Boston skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Kemba Walker var stigahæstur með 25 stig. Bradley Beal skoraði 44 stig fyrir Washington.Meistarar Toronto Raptors unnu Portland Trail Blazers, 106-114. Pascal Siakam skoraði 36 stig fyrir Toronto og Fred VanVleet 30.Rodney Hood skoraði 25 stig fyrir Portland en í fyrsta sinn í þrjú ár skoraði Damian Lillard minna en tíu stig í leik.

Úrslitin í nótt:

Houston 102-93 LA Clippers

LA Lakers 120-94 Golden State

Boston 140-133 Washington

Portland 106-114 Toronto

Charlotte 117-119 Memphis

Orlando 112-97 Philadelphia

Minnesota 129-114 San Antonio

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.