Körfubolti

Lovísa leikur sinn fyrsta landsleik í kvöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lovísa hefur leikið vel með Haukum í vetur.
Lovísa hefur leikið vel með Haukum í vetur. vísir/bára
Lovísa Björt Henningsdóttir leikur sinn fyrsta landsleik þegar Ísland tekur á móti Búlgaríu í undankeppni EM 2021 í körfubolta í kvöld.

Benedikt Guðmundsson hefur valið tólf manna lið sitt fyrir leikinn í kvöld.

Hann valdi 16 leikmenn í æfingahóp. Í kvöld verða þær Bríet Sif Hinriksdóttir, Eva Margrét Kristjánsdóttir, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir og Emelía Ósk Gunnarsdóttir ekki á skýrslu.

Emelía kemur hins vegar inn í hópinn fyrir Sóllilju Bjarnadóttur fyrir leikinn gegn Grikklandi ytra á sunnudaginn. Íslenska liðið heldur út til Grikklands á morgun.

Leikurinn í Laugardalshöllinni í kvöld hefst klukkan 20:00. Frítt er inn á leikinn í boði Domino's.

Íslenski hópurinn í kvöld:

Dagbjört Dögg Karlsdóttir, Valur (2)

Guðbjörg Sverrisdóttir, Valur (18)

Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfell (34)

Hallveig Jónsdóttir, Valur (19)

Helena Sverrisdóttir, Valur (75)

Hildur Björg Kjartansdóttir, KR (30)

Lovísa Björt Henningsdóttir, Haukar (Nýliði)

Sara Rún Hinriksdóttir, Leicester Raiders, England (17)

Sigrún Björg Ólafsdóttir, Haukar (5)

Sóllilja Bjarnadóttir, KR (5)

Sylvía Rún Hálfdánardóttir, Valur (2)

Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukar (15)
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.