Sport

Fékk þriggja mánaða bann fyrir að birta uppstillingu liðs síns á Instagram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emily Smith er 24 ára varnarmaður.
Emily Smith er 24 ára varnarmaður. vísir/getty

Emily Smith hefur verið dæmd í þriggja mánaða bann fyrir að birta uppstillingu ástralska krikketsliðsins Hobart Hurricanes á Instagram áður en hún birtist opinberlega.

Þann 2. nóvember birti Smith uppstillingu Hobart Hurricans fyrir leik gegn Sydney Thunder á Instagram, um klukkutíma áður en uppstillingin átti að birtast.

Með því gerðist hún brotleg við reglur ástralska krikketssambandsins.

Smith fékk árs bann en þar af voru níu mánuðir skilorðsbundnir.

Hún fer því í þriggja mánaða bann og leikur ekki meira með Hobart Hurricanes á tímabilinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.