Sport

Fékk þriggja mánaða bann fyrir að birta uppstillingu liðs síns á Instagram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emily Smith er 24 ára varnarmaður.
Emily Smith er 24 ára varnarmaður. vísir/getty
Emily Smith hefur verið dæmd í þriggja mánaða bann fyrir að birta uppstillingu ástralska krikketsliðsins Hobart Hurricanes á Instagram áður en hún birtist opinberlega.Þann 2. nóvember birti Smith uppstillingu Hobart Hurricans fyrir leik gegn Sydney Thunder á Instagram, um klukkutíma áður en uppstillingin átti að birtast.Með því gerðist hún brotleg við reglur ástralska krikketssambandsins.Smith fékk árs bann en þar af voru níu mánuðir skilorðsbundnir.Hún fer því í þriggja mánaða bann og leikur ekki meira með Hobart Hurricanes á tímabilinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.