Körfubolti

Rýmingin kemur ekki í veg fyrir leik Njarðvíkur og Stjörnunnar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
vísir/getty
Leikur Njarðvíkur og Stjörnunnar í Domino's deild karla mun fara fram á tilsettum tíma klukkan 20:15 í kvöld þrátt fyrir rýmingaraðgerðir í Njarðvík í dag.

Njarðvík sendi frá sér tilkynningu nú rétt í þessu þar sem staðfest er að leikurinn fari fram.

Fyrr í dag þurfti lögreglan á Suðurnesjum að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík.

Vegna rýmingarinnar, sem er öryggisráðstöfun, gætu bílastæði í grennd við Njarðtaks-gryfjuna verið lokuð og gengið verður inn á leikinn um kjallara að sunnaverðu húsinu.

Njarðvíkingar eru hvattir til þess að fara fótgangandi á leikinn á meðan stuðningsmenn Stjörnunnar eru beðnir að hafa í huga að erfitt gæti verið að finna bílastæði í nánd við íþróttahúsið.

Leikurinn hefst klukkan 20:15 í kvöld og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×