Sjáðu eldræðu Teits um Njarðvík: „Við minnstu mótspyrnu verða þeir litlir kallar og hræddir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2019 11:00 Njarðvík tapaði sínum fjórða leik í röð þegar liðið Stjarnan kom í heimsókn í Ljónagryfjuna. Nikolas Tomsick tryggði Stjörnumönnum dramatískan sigur, 76-78. Njarðvíkingurinn Teitur Örlygsson hefur áhyggjur af sínum mönnum. Hann var afar ósáttur við frammistöðu þeirra í gær. „Stjarnan tekur 85 skot í leiknum, Njarðvík 63. Þeir taka 22 skotum meira en hitt liðið. Þá geturðu ekki tapað, sama þótt þú sért með 35% skotnýtingu. Þetta segir okkur hvað þetta var ömurlegur leikur hjá Njarðvík og þeir áttu ekkert skilið,“ sagði Teitur í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. „Við minnstu mótspyrnu verða þeir litlir kallar og hræddir. Meðan það er svoleiðis eru þeir alltaf að elta. Þetta voru eins og börn á móti fullorðnum mönnum.“ Njarðvík var í miklum vandræðum lengst af gegn Stjörnunni og lenti mest 22 stigum undir. Leikur þeirra grænu lagaðist þó þegar þeir byrjuðu að spila svæðisvörn. „Njarðvík brást miklu betur við boltahindrununum í svæðisvörninni en maður á mann vörninni. Þetta eru nákvæmlega sömu konsept. Af hverju spila þeir ekki svona þegar þeir spila maður á mann vörn. Ég fatta það ekki,“ sagði Teitur og hélt áfram. „Veistu hvað mér finnst? Þetta er heimska. Það vantar greind í liðið. Að hreyfa sig að boltanum þegar þú sérð hindrun hinum megin á vellinum. Þú lærðir þetta þegar þú varst lítill strákur. Þú verður bara að framkvæma þetta. Ekki hugsa þetta, framkvæma. Meðan Njarðvík getur ekki gert það eru þeir alltaf skrefinu of seinir.“ Eldræðu Teits og umfjöllunina um leik Njarðvíkur og Stjörnunnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 76-78 | Stjörnumenn stóðust pressuna og lögðu Njarðvíkinga Stjörnumenn voru mikið betri bróðurpart leiksins og gefa lokatölur ekki rétta mynd af gangi hans. Áhorfendur fengu þó eitthvað fyrir aurinn þegar uppi var staðið. 1. nóvember 2019 22:45 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira
Njarðvík tapaði sínum fjórða leik í röð þegar liðið Stjarnan kom í heimsókn í Ljónagryfjuna. Nikolas Tomsick tryggði Stjörnumönnum dramatískan sigur, 76-78. Njarðvíkingurinn Teitur Örlygsson hefur áhyggjur af sínum mönnum. Hann var afar ósáttur við frammistöðu þeirra í gær. „Stjarnan tekur 85 skot í leiknum, Njarðvík 63. Þeir taka 22 skotum meira en hitt liðið. Þá geturðu ekki tapað, sama þótt þú sért með 35% skotnýtingu. Þetta segir okkur hvað þetta var ömurlegur leikur hjá Njarðvík og þeir áttu ekkert skilið,“ sagði Teitur í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. „Við minnstu mótspyrnu verða þeir litlir kallar og hræddir. Meðan það er svoleiðis eru þeir alltaf að elta. Þetta voru eins og börn á móti fullorðnum mönnum.“ Njarðvík var í miklum vandræðum lengst af gegn Stjörnunni og lenti mest 22 stigum undir. Leikur þeirra grænu lagaðist þó þegar þeir byrjuðu að spila svæðisvörn. „Njarðvík brást miklu betur við boltahindrununum í svæðisvörninni en maður á mann vörninni. Þetta eru nákvæmlega sömu konsept. Af hverju spila þeir ekki svona þegar þeir spila maður á mann vörn. Ég fatta það ekki,“ sagði Teitur og hélt áfram. „Veistu hvað mér finnst? Þetta er heimska. Það vantar greind í liðið. Að hreyfa sig að boltanum þegar þú sérð hindrun hinum megin á vellinum. Þú lærðir þetta þegar þú varst lítill strákur. Þú verður bara að framkvæma þetta. Ekki hugsa þetta, framkvæma. Meðan Njarðvík getur ekki gert það eru þeir alltaf skrefinu of seinir.“ Eldræðu Teits og umfjöllunina um leik Njarðvíkur og Stjörnunnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 76-78 | Stjörnumenn stóðust pressuna og lögðu Njarðvíkinga Stjörnumenn voru mikið betri bróðurpart leiksins og gefa lokatölur ekki rétta mynd af gangi hans. Áhorfendur fengu þó eitthvað fyrir aurinn þegar uppi var staðið. 1. nóvember 2019 22:45 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 76-78 | Stjörnumenn stóðust pressuna og lögðu Njarðvíkinga Stjörnumenn voru mikið betri bróðurpart leiksins og gefa lokatölur ekki rétta mynd af gangi hans. Áhorfendur fengu þó eitthvað fyrir aurinn þegar uppi var staðið. 1. nóvember 2019 22:45