Langar til að verða hundrað ára gömul Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 2. nóvember 2019 12:13 "Okkur langaði að skapa stað sem er kúl og við hugsum um öll smáatriði,“ segir Manuela Ósk. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Við erum búin að vera að vinna í þessu saman í heilt ár. Þetta hefur í raun verið frekar langt leyndarmál. Ég hef lítið talað beint út um þetta, því ég er þannig týpa að ég vil ekki tala um eitthvað fyrr en það er helst búið að opna. Það er sameiginlegur vinur sem leiddi okkur þrjú saman, mig, Arnar Arinbjarnarson og Snorra Marteinsson. Hann sá að við höfðum öll það sameiginlega áhugamál að okkur langar öll að verða hundrað og eitthvað ára og líta ótrúlega vel út,“ segir athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir. Þau hafa nú stofnað í Faxafeninu nokkurs konar heilsumiðstöð sem hlotið hefur nafnið Even labs. „Við vorum alveg ótrúlega lengi að finna nafnið. Svo kom þetta til okkar, við erum með sjö mismunandi meðferðir og því tengdum við það við „seven“. Svo snýst þetta mikið um að ná jafnvægi í líkamanum og þá kom til okkar að nefna hana „even“, sem þýðir jafnvægi og jafnt flæði og er auðvitað inni í orðinu „seven“.“ Hún segir að þau hafi öll verið með mismunandi meðferðir í huga sem þau langaði að bjóða upp á. „Þetta er ekkert líkt snyrtistofum, það er allt annar andi. Þessar meðferðir eru flestar til dæmis mjög góðar fyrir íþróttafólk sem er að reyna að ná sér, en líka fyrir fólk sem stundar mikla líkamsrækt. Við erum búin að stúdera mikið hvað það er sem við getum nýtt til að lifa lengur, sofa betur og að blóðið flæði betur,“ segir Manuela. Hún segist hafa kynnst mörgum af meðferðunum þegar hún bjó í Los Angeles. „Ég er alveg forfallinn aðdáandi margra þeirra. Það er líka algjör upplifun að koma á svona stofu, heildarupplifunin á að vera geggjuð. Okkur langaði að skapa stað sem er kúl og við hugsum um öll smáatriði.“ Even labs var opnað í gær en dagsetningin á stóran þátt í því. „Við buðum vinum og vandamönnum að skoða fyrst. Ég er talnaspekiperri og fannst mikilvægt að opna 01.11. Svo er föstudagur til fjár auðvitað. En formleg opnun verður á mánudaginn.“ Seinna í nóvember mun Manuela taka þátt í Allir geta dansað, en þættirnir eru sýndir á Stöð 2. „Ég er alveg við það að deyja úr stressi, þannig það sé alveg á hreinu. Við fáum ekki að vita hver fyrsti dansinn okkar er fyrr en núna á sunnudaginn. Þannig að Jón Eyþór hefur bara verið að kenna mér grunninn í öllum dönsunum. Þetta hefur verið þrusugott samstarf,“ segir Manuela. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Even labs á evenlabs.is. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Við erum búin að vera að vinna í þessu saman í heilt ár. Þetta hefur í raun verið frekar langt leyndarmál. Ég hef lítið talað beint út um þetta, því ég er þannig týpa að ég vil ekki tala um eitthvað fyrr en það er helst búið að opna. Það er sameiginlegur vinur sem leiddi okkur þrjú saman, mig, Arnar Arinbjarnarson og Snorra Marteinsson. Hann sá að við höfðum öll það sameiginlega áhugamál að okkur langar öll að verða hundrað og eitthvað ára og líta ótrúlega vel út,“ segir athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir. Þau hafa nú stofnað í Faxafeninu nokkurs konar heilsumiðstöð sem hlotið hefur nafnið Even labs. „Við vorum alveg ótrúlega lengi að finna nafnið. Svo kom þetta til okkar, við erum með sjö mismunandi meðferðir og því tengdum við það við „seven“. Svo snýst þetta mikið um að ná jafnvægi í líkamanum og þá kom til okkar að nefna hana „even“, sem þýðir jafnvægi og jafnt flæði og er auðvitað inni í orðinu „seven“.“ Hún segir að þau hafi öll verið með mismunandi meðferðir í huga sem þau langaði að bjóða upp á. „Þetta er ekkert líkt snyrtistofum, það er allt annar andi. Þessar meðferðir eru flestar til dæmis mjög góðar fyrir íþróttafólk sem er að reyna að ná sér, en líka fyrir fólk sem stundar mikla líkamsrækt. Við erum búin að stúdera mikið hvað það er sem við getum nýtt til að lifa lengur, sofa betur og að blóðið flæði betur,“ segir Manuela. Hún segist hafa kynnst mörgum af meðferðunum þegar hún bjó í Los Angeles. „Ég er alveg forfallinn aðdáandi margra þeirra. Það er líka algjör upplifun að koma á svona stofu, heildarupplifunin á að vera geggjuð. Okkur langaði að skapa stað sem er kúl og við hugsum um öll smáatriði.“ Even labs var opnað í gær en dagsetningin á stóran þátt í því. „Við buðum vinum og vandamönnum að skoða fyrst. Ég er talnaspekiperri og fannst mikilvægt að opna 01.11. Svo er föstudagur til fjár auðvitað. En formleg opnun verður á mánudaginn.“ Seinna í nóvember mun Manuela taka þátt í Allir geta dansað, en þættirnir eru sýndir á Stöð 2. „Ég er alveg við það að deyja úr stressi, þannig það sé alveg á hreinu. Við fáum ekki að vita hver fyrsti dansinn okkar er fyrr en núna á sunnudaginn. Þannig að Jón Eyþór hefur bara verið að kenna mér grunninn í öllum dönsunum. Þetta hefur verið þrusugott samstarf,“ segir Manuela. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Even labs á evenlabs.is.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira