Lífið

Stórbrotinn flutningur Eyþórs Inga og Jóhönnu Guðrúnar á laginu True Colors

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eyþór Ingi og Jóhanna Guðrún með geggjaðan dúett.
Eyþór Ingi og Jóhanna Guðrún með geggjaðan dúett.

Eyþór Ingi og Jóhanna Guðrún gáfu út á dögunum upptöku þar sem þau taka lagið True Colors með Phil Collins saman í risinu hjá Jóhönnu Guðrúnu og Davíð Sigurgeirssyni.

Flutningurinn hefur vakið mikla athygli á Facebook og þegar þessi grein er rituð hefur verið horft á hana vel yfir þrjátíu þúsund sinnum.

Eyþór Ingi og Jóhanna Guðrún standa fyrir jólatónleikum í Háskólabíói og í Hofi á Akureyri fyrir jólin.

Hér að neðan má sjá þennan magnaða flutning.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.