Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ríflega sjötíu börn með offitu eru á biðlista til að komast að í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins og þurfa að bíða í allt að ár eftir þjónustu. Sérfræðingar í Heilsuskólanum segja stöðuna slæma, enda er þetta eina formlega úrræðið sem kerfið býður upp á fyrir börnin.

Nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö, en málefnið var tekið fyrir í fréttaskýringaþættinum Kompási sem sýndur var á Vísi í dag.

Í kvöldfréttunum kynnum við okkur líka skemmtilega togstreitu sem ríkir milli Öxndæla og Hörgdæla um nafnið á einum frægasta fjallstindi landsins.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.