Fólk tregara að fara að á uppeldisnámskeið en hundanámskeið Eiður Þór Árnason skrifar 4. nóvember 2019 19:00 Una María segir jafnframt mikilvægast að foreldrar séu góðar fyrirmyndir. Fréttablaðið/Ernir Uppeldis- og menntunarfræðingur segir mikilvægt að foreldrar og uppalendur tileinki sér góðar aðferðir í uppeldinu til að ná betri tökum á því og bæta samskiptin á heimilinu. Rætt var við Unu Maríu Óskarsdóttur, uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðing í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Við komumst ekkert hjá því að ala upp börnin okkar, það er bara spurning um hvernig við gerum það. Oft leitum við til þess uppeldis sem að við sjálf bjuggum við.“ Þá segir Una að sífellt fleiri foreldrar séu að átta sig á því það skipti máli að kynna sér góðar uppeldisaðferðir þar sem um sé að ræða þeirra erfiðasta starf í lífinu.Fólk tregara að fara að á uppeldisnámskeið en hundanámskeið „Af því að þetta er erfitt hlutverk þá skiptir miklu máli að tileinka sér sem bestar aðferðir. Við tölum stundum um það að ef við fáum okkur hund þá verðum við að sjálfsögðu að fara á hundanámskeið, því að við þurfum að ná tökum á uppeldi hundsins. Svo kannski hugsa foreldrar sig tvisvar um áður en þeir fara á uppeldisnámskeið,“ sagði Una María. Slík námskeið byggi á rannsóknum á hegðun barna og hvernig best sé að ná tökum á henni. Aðspurð um hvort það sé betra að veita börnum stífan ramma eða gefa þeim lausan tauminn í uppvextinum segir hún vera þörf fyrir hvort tveggja. „Það fer eftir því á hvaða aldri börnin eru. Við verðum auðvitað að hafa fastar reglur sem að börnin skilja, skýrar og góðar reglur.“ Þegar börnin fari að eldast verði svo sífellt mikilvægara að eiga samtal við þau um það hvernig sé best að hafa reglurnar. „Þegar barnið er orðið eldra þá viljum við að það taki þátt í að móta regluna en við auðvitað stýrum því,“ bætti Una enn fremur við.Mikilvægt sé að foreldrar séu samkvæmir sjálfum sér Una leggur einnig mikla áherslu á að það sé samræmi í skilaboðum foreldra og að þeir séu samkvæmir sjálfum sér. „Okkur hættir til að segja kannski þvert nei að vanhugsuðu máli og svo segir kannski hitt foreldrið já eða maður segir sjálfur já og þá er maður búinn að skemma svo mikið. Maður má ekki fyrst segja nei og segja svo já.“ Með slíku sé hætta á að uppalendur grafi undan sjálfum sér. Una segir það ekki fara á milli mála að góðir uppeldishættir auðveldi foreldrum heimilislífið. „Þá ná þeir betur tökum á uppeldinu og samskiptunum heima. Auk þess sem að þeir eru að gera barnið færar um að takast á við lífið.“ Hún minnir þó á að það sé mikilvægast að öllu í þessu sem öðru að börnin finni fyrir væntumhyggju. „Umfram allt skiptir miklu máli til þess að börnin fari eftir því sem að maður telur vera gott er að þau finni að manni þyki vænt um þau. Það skiptir mjög miklu máli.“ Börn og uppeldi Reykjavík síðdegis Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Uppeldis- og menntunarfræðingur segir mikilvægt að foreldrar og uppalendur tileinki sér góðar aðferðir í uppeldinu til að ná betri tökum á því og bæta samskiptin á heimilinu. Rætt var við Unu Maríu Óskarsdóttur, uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðing í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Við komumst ekkert hjá því að ala upp börnin okkar, það er bara spurning um hvernig við gerum það. Oft leitum við til þess uppeldis sem að við sjálf bjuggum við.“ Þá segir Una að sífellt fleiri foreldrar séu að átta sig á því það skipti máli að kynna sér góðar uppeldisaðferðir þar sem um sé að ræða þeirra erfiðasta starf í lífinu.Fólk tregara að fara að á uppeldisnámskeið en hundanámskeið „Af því að þetta er erfitt hlutverk þá skiptir miklu máli að tileinka sér sem bestar aðferðir. Við tölum stundum um það að ef við fáum okkur hund þá verðum við að sjálfsögðu að fara á hundanámskeið, því að við þurfum að ná tökum á uppeldi hundsins. Svo kannski hugsa foreldrar sig tvisvar um áður en þeir fara á uppeldisnámskeið,“ sagði Una María. Slík námskeið byggi á rannsóknum á hegðun barna og hvernig best sé að ná tökum á henni. Aðspurð um hvort það sé betra að veita börnum stífan ramma eða gefa þeim lausan tauminn í uppvextinum segir hún vera þörf fyrir hvort tveggja. „Það fer eftir því á hvaða aldri börnin eru. Við verðum auðvitað að hafa fastar reglur sem að börnin skilja, skýrar og góðar reglur.“ Þegar börnin fari að eldast verði svo sífellt mikilvægara að eiga samtal við þau um það hvernig sé best að hafa reglurnar. „Þegar barnið er orðið eldra þá viljum við að það taki þátt í að móta regluna en við auðvitað stýrum því,“ bætti Una enn fremur við.Mikilvægt sé að foreldrar séu samkvæmir sjálfum sér Una leggur einnig mikla áherslu á að það sé samræmi í skilaboðum foreldra og að þeir séu samkvæmir sjálfum sér. „Okkur hættir til að segja kannski þvert nei að vanhugsuðu máli og svo segir kannski hitt foreldrið já eða maður segir sjálfur já og þá er maður búinn að skemma svo mikið. Maður má ekki fyrst segja nei og segja svo já.“ Með slíku sé hætta á að uppalendur grafi undan sjálfum sér. Una segir það ekki fara á milli mála að góðir uppeldishættir auðveldi foreldrum heimilislífið. „Þá ná þeir betur tökum á uppeldinu og samskiptunum heima. Auk þess sem að þeir eru að gera barnið færar um að takast á við lífið.“ Hún minnir þó á að það sé mikilvægast að öllu í þessu sem öðru að börnin finni fyrir væntumhyggju. „Umfram allt skiptir miklu máli til þess að börnin fari eftir því sem að maður telur vera gott er að þau finni að manni þyki vænt um þau. Það skiptir mjög miklu máli.“
Börn og uppeldi Reykjavík síðdegis Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels