Dalbrautarþorpið mitt og þitt Rannveig Ernudóttir skrifar 6. nóvember 2019 07:30 Í dag, 6. nóvember, eru liðin fjörutíu ár frá því að Dalbraut 21-27 hóf starfsemi sína. Síðan þá hefur húsið, sem eru þjónustuíbúðir aldraðra og félagsstarf fyrir fullorðna, starfað að megninu til í þeirri mynd. Frá upphafi var hér sólarhringsþjónusta og félagsstarf ásamt hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofu. Fram til ársins 2002 var hér einnig starfrækt dagdvöl. Við Dalbraut 14-27 standa nokkur fjölbýlishús. Annars vegar eru það bláu húsin við Dalbraut 14-20 og svo gráu húsin með gulu svölunum við Dalbraut 21-27. Mitt á milli Dalbrautar 18 og 20 er svo rekin félagsmiðstöð af Reykjavíkurborg. Beggja vegna götunnar er því haldið uppi félagsstarfi fyrir fullorðna og hefur heitið, Dalbrautarþorpið, fests við það. Dalbraut 18-20 var byggð af Samtökum aldraðra og var fyrst afhent árið 1987. Á sama tíma hófst þar einnig félagsstarf í húsinu. Síðar meir bættu samtökin við tveimur húsum til viðbótar, árin 1999 og 2003. Þar til árið 1999 var starfið hér í Dalbrautarþorpinu skilgreint sem starfsemi aldraðra. Þá var því breytt í félagsstarf fullorðinna. Það þýðir að starfið er í boði fyrir alla sem eru 18 ára og eldri og er því rík hefð og saga fyrir félagsstarfi í Dalbrautarþorpinu. Sú saga felur m.a. í sér ýmis konar samsarf við leik- og grunnskólana, kirkjurnar og aðra nágranna. Við stefnum að sjálfsögðu á að viðhalda slíku samstarfi áfram og hlökkum til næstu 40 ára hér í hverfinu. Meðal þess sem við gerum hér í Dalbrautarþorpinu er að spila pílu, bridge og félagsvist, boccia og borðspil. Við erum með vöfflukaffi og bingó einu sinni í mánuði, söngstund annan hvern fimmtudag og prjónakaffi eru þrisvar í viku. Við fáum fræðslu og góða gesti í heimsókn, m.a. þau Óla og Emblu, en Embla er labradortík sem er dáð og elskuð í húsinu og er Óli hennar fylgdarmaður í tilverunni. Einnig förum við í ýmsar ferðir og tökum þátt í samfélagsverkefnum. Við rekum litla verslun sem er opin þrisvar í viku og þessa dagana erum við að byggja upp glæsilega íþróttaaðstöðu. Frekari upplýsingar um starfið okkar má finna á facebook síðu starfsins, Félagsstarf Dalbraut. Í tilefni af afmælinu hefur húsið fengið ný húsgögn, en fyrir var mikið af upprunalegum húsgögnum. Þessi gömlu höfðu ákveðin sjarma yfir sér en þau voru engu að síður orðin lúin. Nýju húsgögnin eru góð upplyfting þar sem þau eru litrík og létt. Í dag er opið hús hjá okkur milli kl. 14 og 16 og mun Bergþór Pálsson syngja fyrir okkur kl. 15. Verið öll velkomin í heimsókn í dag sem og aðra daga, því þú kæri nágranni, ert alltaf velkominn. Því Dalbrautarþorpið er þitt og mitt.Höfundur er verkefnastjóri félagsstarfs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Rannveig Ernudóttir Reykjavík Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Í dag, 6. nóvember, eru liðin fjörutíu ár frá því að Dalbraut 21-27 hóf starfsemi sína. Síðan þá hefur húsið, sem eru þjónustuíbúðir aldraðra og félagsstarf fyrir fullorðna, starfað að megninu til í þeirri mynd. Frá upphafi var hér sólarhringsþjónusta og félagsstarf ásamt hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofu. Fram til ársins 2002 var hér einnig starfrækt dagdvöl. Við Dalbraut 14-27 standa nokkur fjölbýlishús. Annars vegar eru það bláu húsin við Dalbraut 14-20 og svo gráu húsin með gulu svölunum við Dalbraut 21-27. Mitt á milli Dalbrautar 18 og 20 er svo rekin félagsmiðstöð af Reykjavíkurborg. Beggja vegna götunnar er því haldið uppi félagsstarfi fyrir fullorðna og hefur heitið, Dalbrautarþorpið, fests við það. Dalbraut 18-20 var byggð af Samtökum aldraðra og var fyrst afhent árið 1987. Á sama tíma hófst þar einnig félagsstarf í húsinu. Síðar meir bættu samtökin við tveimur húsum til viðbótar, árin 1999 og 2003. Þar til árið 1999 var starfið hér í Dalbrautarþorpinu skilgreint sem starfsemi aldraðra. Þá var því breytt í félagsstarf fullorðinna. Það þýðir að starfið er í boði fyrir alla sem eru 18 ára og eldri og er því rík hefð og saga fyrir félagsstarfi í Dalbrautarþorpinu. Sú saga felur m.a. í sér ýmis konar samsarf við leik- og grunnskólana, kirkjurnar og aðra nágranna. Við stefnum að sjálfsögðu á að viðhalda slíku samstarfi áfram og hlökkum til næstu 40 ára hér í hverfinu. Meðal þess sem við gerum hér í Dalbrautarþorpinu er að spila pílu, bridge og félagsvist, boccia og borðspil. Við erum með vöfflukaffi og bingó einu sinni í mánuði, söngstund annan hvern fimmtudag og prjónakaffi eru þrisvar í viku. Við fáum fræðslu og góða gesti í heimsókn, m.a. þau Óla og Emblu, en Embla er labradortík sem er dáð og elskuð í húsinu og er Óli hennar fylgdarmaður í tilverunni. Einnig förum við í ýmsar ferðir og tökum þátt í samfélagsverkefnum. Við rekum litla verslun sem er opin þrisvar í viku og þessa dagana erum við að byggja upp glæsilega íþróttaaðstöðu. Frekari upplýsingar um starfið okkar má finna á facebook síðu starfsins, Félagsstarf Dalbraut. Í tilefni af afmælinu hefur húsið fengið ný húsgögn, en fyrir var mikið af upprunalegum húsgögnum. Þessi gömlu höfðu ákveðin sjarma yfir sér en þau voru engu að síður orðin lúin. Nýju húsgögnin eru góð upplyfting þar sem þau eru litrík og létt. Í dag er opið hús hjá okkur milli kl. 14 og 16 og mun Bergþór Pálsson syngja fyrir okkur kl. 15. Verið öll velkomin í heimsókn í dag sem og aðra daga, því þú kæri nágranni, ert alltaf velkominn. Því Dalbrautarþorpið er þitt og mitt.Höfundur er verkefnastjóri félagsstarfs.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun