Handbolti

Seinni bylgjan: Undrandi yfir varnarleik Stjörnunnar í lokasókninni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Strákarnir í Seinni bylgjunni voru afar undrandi á þeirri ákvörðun Rúnars Sigtryggssonar, þjálfara Stjörnunnar, að taka Hauk Þrastarson úr umferð í lokasókn Selfoss í leik liðanna í Olís-deild karla í gær.

Bæði lið voru með mann í skammarkróknum á þessum tíma. Selfyssingar tóku markvörðinn af velli og spiluðu með sex í sókn. Og þrátt fyrir að vera aðeins fimm í vörn tóku Stjörnumenn Hauk úr umferð.

Sú áhætta borgaði sig ekki því Selfyssingar bjuggu til dauðafæri á línunni fyrir Atla Ævar Ingólfsson sem skoraði sigurmark Íslandsmeistaranna. Lokatölur 31-30, Selfossi í vil.

„Þetta er mjög skrítið. Ég næ ekki alveg upp í þetta. Þeir eru manni færri, taka mann út og rjúka svo út úr vörninni,“ sagði Guðlaugur Arnarsson. Halldór Sigfússon tók í sama streng.

„Að vera fimm á móti sex og taka mann úr umferð á síðustu sekúndunum. Það er sérstakt. Ég hef ekki séð það áður.“

Stjörnumenn tóku Hauk úr umferð stóran hluta seinni hálfleiks og það gaf góða raun.

„Ég skildi alveg hvað Rúnar var að gera í leiknum sjálfum, að taka Hauk úr umferð. En þá var hann með fleiri varnarmenn. Þeir gerðu þetta vel og unnu góða bolta. En að gera þetta þarna, manni færri líka, ég næ ekki upp í það,“ sagði Guðlaugur.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Seinni bylgjan: Alvöru blásari og alvöru ástríða hjá Snorra Steini

Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Valsmönnum í Olís deild karla í handbolta og pressan hefur verið að aukast á Snorra Stein Guðjónsson þjálfara. Leikurinn á móti ÍR í síðustu umferð var lykilleikur í að snúa því við og það sáu Seinni bylgju menn á þjálfara Hlíðarendaliðsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.