Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 31-30 | Atli Ævar hetjan á Selfossi

Hólmar Höskuldsson skrifar
Atli Ævar skoraði sigurmarkið.
Atli Ævar skoraði sigurmarkið. vísir/vilhelm
Selfyssingar unnu spennu sigur gegn Stjörnuni í áttundu umferð Olís deildar karla 31:30 sem þýðir að Selfoss kemst í 3. sæti deildarinnar fyrir ofan FH á markatölu en liðin hafa bæði undir beltinu 11 stig eftir 8 umferðir. Stjarnan aftur á móti vermir enn 11. Sætið með 4 stig og eiga við ramman reip að draga og ekki annað hægt að segja en þeir séu búnir að spila vel undir væntingum það sem liðið er af mótinu.Bæði lið spiluðu vel í dag en greinilegt að reynsla Selfyssinga á að klára leiki þegar mjótt er á munum gagnaðist þeim á loka mínútunum en það virðist vera að Íslandsmeistararnir hati að vinna öruggt og fagnar hinn almenni handbolta aðdáandi því ábyggilega mikið enda stór skemmtilegt lið á að horfa. Selfoss byrjaði leikinn betur og leiddi leikinn fyrstu 20 mínúturnar en á 23 mín jafnaði Stjarnan leikinn í 10:10 og skiptust liðin á að leiða það sem eftir var leiks og spennan orðin gífurleg auk þess sem að stemmingin í Hleðsluhöllinni var upp úr öllu valdi. Atli Ævar kom Selfyssingum í 31:30 á loka mínútunni sem urðu síðan lokatölur.Einar Baldvin Baldvinsson átti flottann leik í marki Selfoss en hann kláraði leikinn með 13 varða bolta á 36% markvörslu. Sveinbjörn Pétursson varði 11 bolta á tæplega 27% vörslu og ljóst er að Stjarnan hefði þurft meira framlag þeim megin á vellinum. Atli Ævar og Haukur Þrastarson voru atkvæða mestir í liði Selfoss með 8 mörk en Haukur var með 7 sköpuð færi og 4 stoðendingar að auki. Leó Snær Pétursson fór mikinn í liði Stjörnunar og skoraði 10 Mörk úr 14 skotum en hann var 4/5 af vítalínuni og var liðtækur í að fiska ferðir sínar á punktinn sjálfur með 2 fiskup víti.Mikið var um mörk í leiknum og augljóst að varnir beggja liða þurfa að stíga upp auk þess sem að markmenn Stjörnunar hefðu mátt leggja meira af mörkum til leiksins. Annars heillt yfir vel spilaður og hraður leikur sem gaman var að horfa á. Selfoss heldur göngu sinni í toppbarráttuni áfram en vinni þeir leik sinn gegn Haukum í næstu umferð geta þeir komið sér í annsi þægilega stöðu við topp töflunar. Stjarnan þarf aftur á móti að fara herða róður sinn til muna ætli þeir sér að halda sér uppi í efstu deild en þeir sitja í næst neðsta sæti með 4 stig sem er fjarri því að vera það sem þeim var spáð fyrir tímabilið.

Viðbrögð Gríms Hergeirssonar í leikslok

Grímur Hergeirsson var ánægður með leik sinna manna sem tókust á við Stjörnuna í áttundu umferð Olís Deildarinnar. Grímur taldi leikinn sjálfsagt vera frábært sjónvarp og fannst honum Stjörnumenn gefa hörku leik enda vel mannaður hópur.Grímur var óviss hvað olli því hve mörg dauðafæri sínir menn fóru með í fyrri hálfleik þó að hann hafi heilt yfir verið sáttur með skotnýtinguna þegar lokaflautan gall en Selfyssingar skoruðu einungis úr helming skota sinna í fyrri hálfleik þrátt fyrir að varðir boltar Stjörnunnar hafi einungis verið 5. Næsta mál Selfyssinga er að mæta Haukum á útivelli og víst er að sigurinn hér í dag er gott nesti inn í undirbúningin sem bíður þeirra í vikunni.

Viðbrögð Rúnars Sigtryggssonar í leikslok:

Þrátt fyrir svekkjandi 1 marks tap gegn ríkjandi íslandsmeisturum var Rúnar Sigtryggsson ekkert með hausin niðri í gólfi. Honum fannst sínir menn spila fínan leik og hafi bara vantað upp á að loka þessu. Engu að síður var hann ósáttur með sumar ákvarðanir sinna manna þegar leikurinn var þeirra að tapa og þá helst tilraunir til línusendinga á heldur minna fríann línumann.Þessar ákvarðanir hafi hleypt Selfyssingum aftur inn í leikinn sem þeir kláruðu svo í stað þess að auka muninn í hina áttina. Engu að síður skemmtilegur og spennandi leikur sem hefði verið frábær hefði sigurinn fallið þeirra megin.Rúnar kvaðst ekki sína menn þurfa á vel spiluðum leik í nesti að hafa þegar þeir mæta Frömmurum í næstu umferð heldur frekar taka 2 stig með sér inn í hann en þeir eiga tveggja stiga forskot á Stjörnuna og hefði sigur hér í dag geta komið þeim yfir þá í töfluni gegn því að þeir vinni leikin sem þeir eiga við þá á laugardaginn.„En eins og brosmildur sjúkraþjálfari úr hafanfirði hefur sagt lengi spyrnan er best frá botninum og við verðum bara að byrja þar,“ sagði Rúnar að því loknu.Dómgæsluna taldi hann vera fína en var þó ósáttur með að það þyrfti meira jafnvægi milli samskonar dóma og dæmt væri stundum eftir því hver bryti af sér en ekki hve alvarlegt brotið væri. Það sem hann taldi að þyrfti að bæta fyrir leikinn gegn Fram er að sínir menn þyrftu að byrja á því að skora alla vega einu eða fleirri marki en hitt liði og halda haus.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.