Handbolti

Aron á toppnum eftir dramatískan sigur í Ís­lendinga­slag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Dagur í leik með Stjörnunni áður en hann hélt út.
Aron Dagur í leik með Stjörnunni áður en hann hélt út. vísir/bára

Aron Dagur Pálsson og félagar hans í Alingsås eru á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á Kristianstad í Íslendingaslag í kvöld, 29-28.

Kristianstad var tveimur mörkum yfir í hálfleik en heimamenn í Alingsås voru sterkari í síðari hálfleik og höfðu betur. Sigurmarkið kom á lokasekúndunni.

Aron Dagur náði ekki að skora í leiknum en Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk fyrir Kristianstad. Ólafur Andrés Guðmundsson var ekki með Kristianstad.

Alingsås er með átján stig á toppi deildarinnar en Kristianstad hefur ekki byrjað tímabilið sérstaklega vel.

Þeir eru í 6. sætinu með tólf stig og hafa tapað fjórum af fyrstu tíu leikjunum í deildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.