Körfubolti

Sjö leikir búnir og Kawhi Leonard fær aftur frí

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Los Angeles Clippers ætlar að passa upp á álagið á Kawhi Leonard í vetur.
Los Angeles Clippers ætlar að passa upp á álagið á Kawhi Leonard í vetur. AP/Ben Margot

Kawhi Leonard sleppur við þráðbeinan samanburð við Giannis Antetokounmpo í kvöld því Los Angeles Clippers hefur ákveðið að gefa honum frí frá leik LA Clippers og Milwaukee Bucks.

Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð en Kawhi Leonard var kosinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna þar sem hann vann titilinn með Toronto Raptors.

Kawhi Leonard samdi síðan við Los Angeles Clippers í sumar. Margir voru eflaust spenntir að sjá þá takast á inn á vellinum en af því verður ekki að þessu sinni. Kawhi Leonard verður nefnilega hvíldur í leiknum í kvöld.Öll lið þurfa að gefa upp ástæður fyrir því að leikmaður er ekki með og opinbera ástæðan er „injury/illness, load management (knee)“ eða „meiðsli/veikindi, stjórn á álagi (hné)“ eins og þar segir.

Þrátt fyrir að tímabilið sé nýhafið þá verður þetta annar leikurinn þar sem Kawhi Leonard er hvíldur.

Hann var heldur ekki með á móti Utah Jazz fyrir viku síðan. Spurning um hvort að Kawhi Leonard hafi samið um frí á miðvikudögum.

Los Angeles Clippers hefur unnið 5 af fyrstu sjö leikjum sínum en annar tapleikurinn kom einmitt í leiknum á móti Utah Jazz þar sem Kawhi Leonard fékk frí.Kawhi Leonard er með 29,3 stig, 7,3 fráköst, 5,7 stoðsendingar og 2,3 stolna bolta að meðaltali í fyrstu sex leikjum sínum sem leikmaður Los Angeles Clippers.

Leonard hefur skorað yfir þrjátíu stig í síðustu þremur leikjum sínum og Clippers-liðið hefur unnið þá alla. Hann var með 27 stig og 10 stoðsendingar í eina tapleiknum sem var á moti Phoenix Suns.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.