Sport

Í beinni í dag: Rúnar Már, Man. United í Evrópu­deildinni og körfu­bolti í Grinda­vík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar Már í baráttunni við Marcus Rashford.
Rúnar Már í baráttunni við Marcus Rashford. vísir/getty

Fjórða umferð Evrópudeildarinnar heldur áfram að rúlla á Sportrásum Stöðvar 2 í dag en umferðin hófst í gær með 1-1 jafntefli Arsenal í Portúgal.

Við förum snemma af stað í dag en klukkan 15.50 verður flautað til leiks í Kasakstan þar sem Rúnar Már Sigurjónsson og félagar taka á móti AZ Alkmaar.

Rúnar Már er að koma til baka eftir meiðsli og var á varamannabekknum hjá félaginu um liðna helgi en Albert Guðmundsson er enn á meiðslalistanum hjá hollenska liðinu.

Lazio og Celtic mætast svo í mikilvægum leik í E-riðlinum. Celtic er með sjö stig á toppi riðilsins en Lazio er í þriðja sætinu með þrjú stig og þarf nauðsynlega á stigum að halda.

Manchester United fer langleiðina með að tryggja sig áfram hafi liðið betur gegn Partizan Belgrad á heimavelli en flautað til leiks klukkan 20.00.

Íslenski körfuboltinn er á sínum stað á fimmtudagskvöldi sem þessu en Stjarnan heimsækir Grindavík. Heimamenn með fjögur stig en Stjörnumenn sex. Samt sem áður munar fimm sætum á liðunum; Stjarnan í þriðja en Grindavík áttunda.

Golfmótið TOTO Japan meistaramótið hefst svo í nótt en allar útsendingar dagsins sem og næstu daga má finna á heimasíðu Stöðvar 2.

Beinar útsendingar í dag:
15.40 Astana - Alkmaar (Stöð 2 Sport)
17.45 Lazio - Celtic (Stöð 2 Sport)
19.05 Grindavík - Stjarnan (Stöð 2 Sport 2)
19.50 Manchester United - Partizan (Stöð 2 Sport)
02.00 TOTO Japan Classic (Stöð 2 Golf)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.