Handbolti

Tæplega 400.000 krónur söfnuðust í styrktarleik á Selfossi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
KA/Þór er komið áfram í 8-liða úrslit Coca Cola-bikars kvenna.
KA/Þór er komið áfram í 8-liða úrslit Coca Cola-bikars kvenna. vísir/daníel
Í gær mættust Selfoss og KA/Þór í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikars kvenna í handbolta í Hleðsluhöllinni á Selfossi.

Ákveðið var að leikurinn yrði styrktarleikur fyrir Gígju Ingvarsdóttur og fjölskyldu hennar. Gígja, sem er 11 ára handboltastelpa, glímir við krabbamein.

Allur aðgangseyrir af leiknum rann óskiptur til Gígju og fjölskyldu hennar að því er fram kemur á heimasíðu Selfoss.

Auk áhorfenda borguðu leikmenn og starfsmenn liðanna tveggja sig inn á leikinn en alls söfnuðust 386.000 krónur.

KA/Þór vann leikinn með átta marka mun, 21-29. Norðanstúlkur voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 9-13.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×