Búið að semja um laun áður en nokkur flugliði hefur verið ráðinn Drífa Snædal skrifar 8. nóvember 2019 14:21 Það er fátt sem landinn kann betur að meta en ódýr flugfargjöld til útlanda. En ef fargjaldið er of lágt eru það aðrir sem greiða flugmiðann. Í fréttum í gær var greint frá því að launakostnaður hins nýja flugfélags Play yrði 27-37% minni en var hjá WOW air. Aðaleigandi og forstjóri þess flugfélags sem fór svo eftirminnilega á hausinn í mars síðastliðnum og kostaði 2000 manns vinnuna sagði launakostnaðinn hafa farið með félagið á hausinn. Ekkert er fjær lagi eins og alþjóð veit – hann var alveg einfær um að koma því á hausinn. En það er full ástæða til að velta því fyrir sér hvernig hægt verður að greiða enn lægra verð fyrir vinnuframlag en gert var hjá WOW og nú er gert hjá Icelandair. Ýmsar vísbendingar hafa komið fram í kynningarefni fyrir fjárfesta þar sem á að vera „betri nýting“ á áhöfnum, sem sagt meiri vinna fyrir sömu laun. Vísað er í kjör sem flugliðum býðst á Írlandi en það hefur hingað til verið bækistöð flugfélaga sem halda kostnaði niðri með lágum launum og mikilli vinnu. Það sem vekur verulegar áhyggjur er að stéttarfélag hefur samið um kaup fyrir flugliða áður en nokkur flugliði hefur verið ráðinn og erfitt að sjá hvort einhver flugliði hafi komið að eigin samningi. Það eru því sannanlega ekki fulltrúar stéttarinnar sem semja um kaup og kjör heldur standa frammi fyrir orðnum hlut. Þetta brýtur í bága við allar grunnstoðir stéttarfélaga og rétt þeirra til þess að tryggja hagsmuni félagsmanna sinna með kjarasamningum. Grunnhugsunin er að vinnandi fólk kemur sér saman í stéttarfélag, kýs sér fulltrúa sem setjast svo við samningaborðið. Stéttarfélögin bindast svo heildarsamtökum til að búa til enn meiri slagkraft og njóta samstöðunnar þegar í harðbakkann slær. Það er væntanlega óþarfi að rifja upp hversu miklu máli þetta skipti þegar WOW fór á hausinn og ASÍ gat hlaupið undir bagga með Flugfreyjufélaginu sem greiddi félagsmönnum fyrir fram upp í kröfur þeirra á ábyrgðasjóð launa til að tryggja að fólk hefði til hnífs og skeiðar þegar launagreiðslur brugðust. Það er skýr krafa til nýrra fyrirtækja á markaði að þau virði leikreglur hins íslenska vinnumarkaðar. Undirboð í kjörum kemur öllum við og bitnar á endanum á samfélaginu öllu, bæði launafólki og þeim fyrirtækjum sem virða leikreglur. Góða helgi, Drífa.Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Fréttir af flugi Play Vinnumarkaður Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Það er fátt sem landinn kann betur að meta en ódýr flugfargjöld til útlanda. En ef fargjaldið er of lágt eru það aðrir sem greiða flugmiðann. Í fréttum í gær var greint frá því að launakostnaður hins nýja flugfélags Play yrði 27-37% minni en var hjá WOW air. Aðaleigandi og forstjóri þess flugfélags sem fór svo eftirminnilega á hausinn í mars síðastliðnum og kostaði 2000 manns vinnuna sagði launakostnaðinn hafa farið með félagið á hausinn. Ekkert er fjær lagi eins og alþjóð veit – hann var alveg einfær um að koma því á hausinn. En það er full ástæða til að velta því fyrir sér hvernig hægt verður að greiða enn lægra verð fyrir vinnuframlag en gert var hjá WOW og nú er gert hjá Icelandair. Ýmsar vísbendingar hafa komið fram í kynningarefni fyrir fjárfesta þar sem á að vera „betri nýting“ á áhöfnum, sem sagt meiri vinna fyrir sömu laun. Vísað er í kjör sem flugliðum býðst á Írlandi en það hefur hingað til verið bækistöð flugfélaga sem halda kostnaði niðri með lágum launum og mikilli vinnu. Það sem vekur verulegar áhyggjur er að stéttarfélag hefur samið um kaup fyrir flugliða áður en nokkur flugliði hefur verið ráðinn og erfitt að sjá hvort einhver flugliði hafi komið að eigin samningi. Það eru því sannanlega ekki fulltrúar stéttarinnar sem semja um kaup og kjör heldur standa frammi fyrir orðnum hlut. Þetta brýtur í bága við allar grunnstoðir stéttarfélaga og rétt þeirra til þess að tryggja hagsmuni félagsmanna sinna með kjarasamningum. Grunnhugsunin er að vinnandi fólk kemur sér saman í stéttarfélag, kýs sér fulltrúa sem setjast svo við samningaborðið. Stéttarfélögin bindast svo heildarsamtökum til að búa til enn meiri slagkraft og njóta samstöðunnar þegar í harðbakkann slær. Það er væntanlega óþarfi að rifja upp hversu miklu máli þetta skipti þegar WOW fór á hausinn og ASÍ gat hlaupið undir bagga með Flugfreyjufélaginu sem greiddi félagsmönnum fyrir fram upp í kröfur þeirra á ábyrgðasjóð launa til að tryggja að fólk hefði til hnífs og skeiðar þegar launagreiðslur brugðust. Það er skýr krafa til nýrra fyrirtækja á markaði að þau virði leikreglur hins íslenska vinnumarkaðar. Undirboð í kjörum kemur öllum við og bitnar á endanum á samfélaginu öllu, bæði launafólki og þeim fyrirtækjum sem virða leikreglur. Góða helgi, Drífa.Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun