Hvatning frá formanni Heimilis og skóla á degi gegn einelti Sigrún Edda Eðvarðsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 17:48 Ég vil fyrir hönd Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra óska okkur öllum til hamingju með þennan baráttudag gegn einelti sem undanfarin ár hefur verið haldinn hátíðlegur á þessum degi, 8. nóvember. Heimili og skóli tóku nú í haust við framkvæmd og undirbúningi þessa mikilvæga dags af Menntamálastofnun og erum við afar þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt. Við hjá Heimili og skóla höfum lengi og með ýmsum hætti lagt baráttunni gegn einelti lið í gegnum árin en eins og við vitum þá er viðfangsefnið ekki nýtt af nálinni og hefur því miður fylgt okkur lengur en við öll viljum eflaust muna. Við erum hins vegar komin á þann stað að líta á einelti sem meinsemd sem má ekki fá tækifæri til að vaxa né dafna. Þetta þýðir að við þurfum hvert og eitt okkar og sem samfélag að vera bæði vakandi og á verði, huga að forvörnum og fræðslu og spyrja okkur sjálf hvað það er sem við getum gert til að leggja baráttunni gegn einelti lið. Því hér berum við öll ábyrgð, við sem einstaklingar, sem skóli, sem samfélag og sem þjóð. Við viljum að öll börn fái tækifæri til að njóta sín, vera þau sjálf, eiga vini og líða vel eða eins og sagt er í leikskólanum: Í leikskóla er gaman, þar leika allir saman, leika úti og inni og allir eru með. Það skiptir okkur öll máli að æsku þessa lands líði vel, hvort sem þau eru heima hjá sér, í skólanum, í tómstundum eða annars staðar. En til að börnum okkar líði vel þarf öðrum börnum einnig að líða vel. Aukin félagsfærni barna og stuðningur kennara sem og foreldra getur því skipt miklu máli við að skapa jákvæðan og uppbyggilegan skólabrag og umgjörð sem dregið getur úr einelti. Nýleg umfjöllun um mikilvægi þess að við kennum börnum með markvissum hætti félags- og tilfinningafærni alveg eins og við kennum þeim heimilisfræði eða sund er eitthvað sem við ættum af alvöru að velta fyrir okkur, sérstaklega ef það getur lagt dýrmætan grunn að ákveðinni lykilfærni fyrir lífið. Í ljósi þess að við lifum í breyttu samfélagi þar sem tækninni hefur m.a. fleygt fram á síðustu árum er mikilvægt að við spyrjum okkur hvort við getum leyft okkur að líta á félags- og tilfinningafærni sem og samskipta- og vináttufærni barna sem sjálfsagða eiginleika. Leikskólar landsins hafa staðið sig vel að leggja góðan grunn í samskipta- og vináttufærni en þeirri vinnu má ekki ljúka þar. Við þurfum að halda áfram að leiðbeina börnunum okkar og styðja þau inn á næsta skólastig út frá þroska þeirra og aldri og þá mögulega með markvissari hætti en nú er gert. Að vinna gegn einelti er hvorki auðvelt né einfalt verkefni. Ég held við getum öll verið sammála um það en með öflugu forvarnarstarfi, markvissri fræðslu og réttum verkfærum, ásamt jákvæðum leiðtogum, öflugum frumkvöðlum sem og góðum fyrirmyndum, stígum við skref í rétta átt, í átt til árangurs. Að gefnu tilefni vil ég fyrir hönd Heimilis og skóla óska Vöndu Sigurgeirsdóttur innilega til hamingju með hvatningarverðlaunin á þessum baráttudegi gegn einelti. Hún er vel að þessari viðurkenningu komin en Vanda hefur allan sinn starfsferil starfað með börnum og fullorðnum að eineltis- og samskiptamálum og er þekkt fyrir vinnu sína bæði hér heima og á erlendum vettvangi.Höfundur er formaður Heimilis og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég vil fyrir hönd Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra óska okkur öllum til hamingju með þennan baráttudag gegn einelti sem undanfarin ár hefur verið haldinn hátíðlegur á þessum degi, 8. nóvember. Heimili og skóli tóku nú í haust við framkvæmd og undirbúningi þessa mikilvæga dags af Menntamálastofnun og erum við afar þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt. Við hjá Heimili og skóla höfum lengi og með ýmsum hætti lagt baráttunni gegn einelti lið í gegnum árin en eins og við vitum þá er viðfangsefnið ekki nýtt af nálinni og hefur því miður fylgt okkur lengur en við öll viljum eflaust muna. Við erum hins vegar komin á þann stað að líta á einelti sem meinsemd sem má ekki fá tækifæri til að vaxa né dafna. Þetta þýðir að við þurfum hvert og eitt okkar og sem samfélag að vera bæði vakandi og á verði, huga að forvörnum og fræðslu og spyrja okkur sjálf hvað það er sem við getum gert til að leggja baráttunni gegn einelti lið. Því hér berum við öll ábyrgð, við sem einstaklingar, sem skóli, sem samfélag og sem þjóð. Við viljum að öll börn fái tækifæri til að njóta sín, vera þau sjálf, eiga vini og líða vel eða eins og sagt er í leikskólanum: Í leikskóla er gaman, þar leika allir saman, leika úti og inni og allir eru með. Það skiptir okkur öll máli að æsku þessa lands líði vel, hvort sem þau eru heima hjá sér, í skólanum, í tómstundum eða annars staðar. En til að börnum okkar líði vel þarf öðrum börnum einnig að líða vel. Aukin félagsfærni barna og stuðningur kennara sem og foreldra getur því skipt miklu máli við að skapa jákvæðan og uppbyggilegan skólabrag og umgjörð sem dregið getur úr einelti. Nýleg umfjöllun um mikilvægi þess að við kennum börnum með markvissum hætti félags- og tilfinningafærni alveg eins og við kennum þeim heimilisfræði eða sund er eitthvað sem við ættum af alvöru að velta fyrir okkur, sérstaklega ef það getur lagt dýrmætan grunn að ákveðinni lykilfærni fyrir lífið. Í ljósi þess að við lifum í breyttu samfélagi þar sem tækninni hefur m.a. fleygt fram á síðustu árum er mikilvægt að við spyrjum okkur hvort við getum leyft okkur að líta á félags- og tilfinningafærni sem og samskipta- og vináttufærni barna sem sjálfsagða eiginleika. Leikskólar landsins hafa staðið sig vel að leggja góðan grunn í samskipta- og vináttufærni en þeirri vinnu má ekki ljúka þar. Við þurfum að halda áfram að leiðbeina börnunum okkar og styðja þau inn á næsta skólastig út frá þroska þeirra og aldri og þá mögulega með markvissari hætti en nú er gert. Að vinna gegn einelti er hvorki auðvelt né einfalt verkefni. Ég held við getum öll verið sammála um það en með öflugu forvarnarstarfi, markvissri fræðslu og réttum verkfærum, ásamt jákvæðum leiðtogum, öflugum frumkvöðlum sem og góðum fyrirmyndum, stígum við skref í rétta átt, í átt til árangurs. Að gefnu tilefni vil ég fyrir hönd Heimilis og skóla óska Vöndu Sigurgeirsdóttur innilega til hamingju með hvatningarverðlaunin á þessum baráttudegi gegn einelti. Hún er vel að þessari viðurkenningu komin en Vanda hefur allan sinn starfsferil starfað með börnum og fullorðnum að eineltis- og samskiptamálum og er þekkt fyrir vinnu sína bæði hér heima og á erlendum vettvangi.Höfundur er formaður Heimilis og skóla.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun