Körfubolti

Íslendingur eftirlitsmaður hjá íslenskum dómara í Euroleague og frumraun Ísaks

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísak Ernir Kristinsson.
Ísak Ernir Kristinsson. Vísir/Bára
Íslenskir dómarar verða í eldlínunni í Evrópu í kvöld í verkefnum hjá FIFA þar á meðal mun einn íslensku dómari dæma sinn fyrsta leik sem FIBA-dómari.

Dómarnir eru Davíð Tómas Tómasson og Ísak Ernir Kristinsson, sem dæma leiki í Lettlandi og Danmörku og þá verður Rúnar Birgir Gíslason eftirlitsmaður í Lettlandi.

Rúnar Birgir Gíslason verður einmitt eftirlitsdómari á leiknum sem Davíð Tómas Tómasson dæmir með en þar á ferðinni leikur í Euroleague kvenna í Riga í Lettlandi.

Heimakonur í TTT Riga taka þar á móti franska liðinu Bourges Basket. Meðdómarar Davíðs Tómasar verða Elena Chernova frá Rússlandi og Vladyslav Isachenko frá Úkraínu. Bæði liðin hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum og eru því enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri í Euroleague í vetur.

Ísak Ernir Kristinsson fékk nýlega réttindi sem alþjóðlegur FIBA dómari og mun í kvöld dæma sinn fyrsta leik í verkefni fyrir FIBA, Alþjóða körfuboltasambandið.

Ísak Ernir verður einn af þrem dómurum í leik Bakken Bears frá Danmörku og Kataja Basket frá Finnlandi í FIBA Europe Cup. Leikurinn fer fram í Risskov í Danmörku.

Meðdómarar Ísaks verða þeir Charalampos Karakatsounis frá Grikklandi og Valentin Oliot frá Frakklandi en eftirlitsmaðurinn er Dainis Grinbergs frá Lettlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×