Körfubolti

Kinu látinn fara frá Hamri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kinu í leik með Þór gegn KR.
Kinu í leik með Þór gegn KR. vísir/bára

1. deildarlið Hamars í Hveragerði ákvað í dag að segja upp samningi sínum við Bandaríkjamanninn Kinu Rochford.

Kinu kom til félagsins í upphafi leiktíðar en staldraði stutt við í blómabænum.

Kinu var með um 20 stig og 12 fráköst að meðaltali í leik hjá Þór Þorlákshöfn í úrslitakeppninni í Dominos-deildinni í fyrra en er með 11,8 stig og 9,3 fráköst að meðaltali í leik með Hamri í vetur.

Máté Dalmay, þjálfari Hamars, staðfesti að samningi við Kinu hefði verið sagt upp en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.


Tengdar fréttir

Kinu: Ég hata ekki Ísland

Körfuboltakappinn Kinu Rochford hjá Hamri segist alls ekki hata Ísland eins og hann lét í skína á tísti á Twitter fyrr í dag. Hann hefur fjarlægt tístið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.