Körfubolti

Kinu hatar að vera á Íslandi | Biður Allah um að halda rasistunum fjarri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kinu í leik gegn Blikum í fyrra.
Kinu í leik gegn Blikum í fyrra. vísir/daníel þór

Einn dáðasti leikmaður Dominos-deildar karla á síðustu leiktíð, Kinu Rochford, hefur ekki átt sjö dagana sæla með Hamri í 1. deildinni.

Hann varð fyrir kynþáttaníði í leik á Höfn í Hornafirði í upphafi vetrar og í gær var hann að spila á Ísafirði og kom ekki kátur þaðan eins og sjá má hér að neðan.Þar segist Kinu einfaldlega hata það að vera á Íslandi í dag. Hann talar til Allah sem hann biður um að halda neikvæða fólkinu og rasistunum frá sér.

Vísir hefur ekki heyrt af því að Kinu hafi orðið fyrir kynþáttaníði í leiknum í gær en eitthvað virðist hafa komið leikmanninum úr jafnvægi þrátt fyrir góðan fjögurra stiga sigur Hamars.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.