Körfubolti

Kinu hatar að vera á Íslandi | Biður Allah um að halda rasistunum fjarri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kinu í leik gegn Blikum í fyrra.
Kinu í leik gegn Blikum í fyrra. vísir/daníel þór
Einn dáðasti leikmaður Dominos-deildar karla á síðustu leiktíð, Kinu Rochford, hefur ekki átt sjö dagana sæla með Hamri í 1. deildinni.Hann varð fyrir kynþáttaníði í leik á Höfn í Hornafirði í upphafi vetrar og í gær var hann að spila á Ísafirði og kom ekki kátur þaðan eins og sjá má hér að neðan.Þar segist Kinu einfaldlega hata það að vera á Íslandi í dag. Hann talar til Allah sem hann biður um að halda neikvæða fólkinu og rasistunum frá sér.Vísir hefur ekki heyrt af því að Kinu hafi orðið fyrir kynþáttaníði í leiknum í gær en eitthvað virðist hafa komið leikmanninum úr jafnvægi þrátt fyrir góðan fjögurra stiga sigur Hamars.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.