Körfubolti

Körfuboltakvöld: Agaleysi fast á Grindvíkingum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
s2 sport
Grindavík er enn án stiga í Domino's deild karla eftir tap gegn Haukum í síðustu umferð.

Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport fóru yfir leik Grindvíkinga í þætti föstudagskvöldsins.

„Við höfum svolítið verið að gagnrýna Grindavíkurliðið fyrir þetta skotval. Daníel Guðni talaði um það að þeir væru ekki með ógn inn í teig fyrir utan Ólaf Ólafsson. Nú eru þeir með ógn inn í teig og sjáið þið hvar leikmennirnir eru. Þeir eru allir fyrir utan,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson.

„Það er enginn í sóknarfrákasti, trekk í trekk.“

Grindavík var án Bandaríkjamanns í fyrstu leikjunum en nú eru þeir komnir með Jamal Olasawere.

„Til þess að taka eitthvað jákvætt út úr þessu þá eru þeir að byrja núna. Allir aðrir eru búnir að vera að æfa og slípa sig til,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir.

„Þetta er fyrsti leikurinn þar sem þeir eru með fullskipað lið.“

„Við vitum alveg hvað þeir eru hæfileikaríkir, þessir strákar í Grindavík, en það er fast á þeim eitthvað agaleysi,“ sagði Teitur Örlygsson.

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.



Klippa: Körfuboltakvöld: Lélegt skotval Grindvíkinga



Fleiri fréttir

Sjá meira


×