Bílar

Tesla fær að smíða bíla í Kína

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Tesla fær að smíða bíla í Kína.
Tesla fær að smíða bíla í Kína. Tesla

Tesla hefur fengið grænt ljós á að smíða bíla í Kína. Framleiðandinn ætlar að reisa verksmiðju í austurhluta Sjanghæ. Verksmiðjan mun heita Gigafactory 3 eða Gígaverksmiðja 3. Hinar tvær eru Nevada og New York í Bandaríkjunum.

Gangi áætlanir Tesla upp munu um 1000 eintök af Tesla Model 3 rúlla út úr verksmiðjunni á viku. Ætlunin er að koma verksmiðjunni í gagnið á næstu vikum. Undirbúningur hefur verið í gangi í þónokkurn tíma. Framkvæmdir hófust í janúar.

Gígaverksmiðja 3 - í Sjanghæ Getty

Ein helsta ástæða þess að Tesla vill hefja framleiðslu í Kína er til að komast framhjá háum innflutningstollum á bandarískum bílum til Kína. Kínverski markaðurinn er stærsti einstaki kaupendamarkaður á bílum í heiminum.

Yfirvöld í Sjanghæ hafa aðstoðað Tesla við að koma verksmiðjunni á laggirnar og kínversk yfirvöld hafa ákveðið að 10% skattur á nýja bíla verði ekki lagður á Tesla bifreiðar.


Tengdar fréttir

Tesla Model S tókst á við Nürburgring

Tesla varði síðustu viku á hinni víðfrægu Nürburgring braut. Framleiðendur nota brautina gjarnan til að bera saman getu sinna nýjustu afurða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.