Enski boltinn

Collymor­e var hrifinn af VAR en ekki lengur: Þetta er að drepa stemninguna og fagnaðar­lætin

Anton Ingi Leifsson skrifar
VAR rannsakað.
VAR rannsakað. vísir/getty

Stan Collymore, núverandi sparkspekingur og fyrrum knattspyrnumaður, er ekki ánægður með VAR en hann er einn af mörgum sem tjáir sig um VAR eftir leik Manchester United og Liverpool.

Collymore lék með Liverpool í tvö ár en hann spilaði einnig með Nottingham Forest og Southend United. Hann á þrjá A-landsleiki að baki fyrir England.

Collymore horfði á leik Man. United og Liverpool í gær þar sem VAR kom heldur betur við sögu en Collymore er ekki jafn hrifinn og hann var í byrjun.

„Var mikill aðdáandi VAR því ég var tilbúinn að samþykkja að fleiri ákvarðanir yrðu teknar réttar með lítilli pásu,“ skrifaði Collymore í upphafi og hélt svo áfram:

„Það er klárt núna að þetta er að drepa stemninguna, drepa fagnaðarlætin og veldur meiri ringulreið en áður.“


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.