Körfubolti

Raptors bjó til stærsta meistarahring sögunnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Serge Ibaka með hringinn sinn í nótt.
Serge Ibaka með hringinn sinn í nótt. vísir/getty

Það var mikið um dýrðir í Toronto í nótt er NBA-meistarar Toronto Raptors fengu meistarahringana sína og meistarafáninn var hífður á loft í Scotiabank Arena.

Það var engu til sparað við hönnun og framleiðslu hringsins sem félagið segir að sé stærsti meistarahringur í sögu NBA-deildarinnar.

Stóri demanturinn á toppi hringsins er sá stærsti í sögu meistarahringa í amerískum íþróttum. Það eru svo 74 litlir demantar í hringnum. Einn fyrir hvern sigur á síðustu leiktíð.Í heild er hringurinn 14 karöt af demötnum og meira en 650 demantar í heild sinni. Meira en á nokkrum öðrum hring.

Leikmenn voru að vonum mjög ánægðir með útkomuna.

NBA

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.