Körfubolti

Wade og Shaq sameinaðir á ný

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wade og Shaq verða sameinaðir á ný í vetur.
Wade og Shaq verða sameinaðir á ný í vetur. vísir/getty

Þó svo Dwyane Wade sé búinn að leggja skóna á hilluna þá verður hann með sínum gamla liðsfélaga, Shaquille O'Neal, í vetur.

Wade er nefnilega búinn að semja við TNT-sjónvarpsstöðina og mun þar fjalla um NBA-deildina með Shaq og félögum.

Wade mun einnig koma að útsendingum stöðvarinnar frá háskólaboltanum og fær því nóg að gera í vetur.

Wade spilaði í sextán ár í deildinni og ætti því að vita hvað hann er að tala um.


NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.