Körfubolti

Siggi Þorsteins mættur aftur í Breiðholtið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sigurður í leik með ÍR í fyrra.
Sigurður í leik með ÍR í fyrra. mynd/bára

ÍR-ingar fengu góðan liðsstyrk í dag er Sigurður Gunnar Þorsteinsson samdi við liðið á nýjan leik. Hann skrifaði undir tveggja ára samning.

Sigurður ákvað að reyna fyrir sér erlendis í vetur og samdi við franska liðið BC Orchies. Fjárhagsvandræði félagsins urðu til þess að Sigurður var laus allra mála hjá félaginu í upphafi tímabils.

Sigurður var í algjöru lykilhlutverki í liði ÍR á síðustu leiktíð og þarf ekkert að fjölyrða um hverslags hvalreki þetta er fyrir ÍR-inga.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.