Loðin stefna sjálfstæðismanna Svafar Helgason skrifar 24. október 2019 14:15 Líkt og greint var frá í fréttum þá var minnihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. Þrátt fyrir að samgöngusáttmálinn kæmi með undirskriftum bæjarstjórna Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Garðabæjar þá gat oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík ekki greitt atkvæði með samflokksmönnum sínum. Þrátt fyrir að hér kristölluðust áherslur sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn og áherslur hans á sveitastjórnarstigi gat oddvitinn ekki fylgt flokkslínunni. Í því samhengi er rétt að benda á að sjálfstæðismenn hafa oft sagt eitt og síðan kosið annað. Einn af þeim skrifar undir samkomulagið, Ármann Kr. Ólafsson sagði í bókun frá árinu 2011, þann 11. janúar, þetta um vegagjöldin: „Bifreiðaeigendur borga mun meira til ríkisins en sem nemur kostnaði við vegaframkvæmdir, rekstur og viðhald vega. Framlag ríkisins til þessara liða eru tæplega 20 milljarðar króna ár hvert og af því fer innan við 20% til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Skattar á bifreiðaeigendur og umferð er hins vegar um 50 m.a. árlega skv. upplýsingum frá FÍB. Þar af falla ríflega 33 m.a. króna til vegna eldsneytisgjalda. Það gengur því ekki að ríkisstjórn Íslands ætla að leggja enn frekari skatt á bifreiðaeigendur með sérstökum vegtollum á vegi sem liggja út frá höfuðborgarsvæðinu. Slíkur skattur er algerlega óásættanlegur og þá leggst hann með sérstökum þunga á íbúa á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess. Mun nær væri að nota það fé sem bifreiðaeigendur greiða nú þegar í ríkissjóð til fyrirhugaðra framkvæmda um leið og hagkvæmari lausnum er beitt til þess að ná fram markmiðum um umferðaröryggi. Fjölskyldur landsins standa ekki undir núverandi skattheimtu, hvað þá aukinni. Sennilega hefur kostnaður við rekstur bifreiða aldrei verið hærri en nú og ekkert bendir til þess að hann lækki í fyrirsjáanlegri framtíð ef marka má efnahagsspár og spár um þróun heimsmarkaðsverðs á eldsneyti. Vegtollar ganga því einfaldlega ekki upp.“ Sjálfstæðismenn virðast eiga erfitt með að gera upp hug sinn í samgöngumálum, hvernig þær eigi að vera fjármagnaðar og hvort yfirhöfuð eigi að gera nokkuð fyrir höfuðborgarbúa. Fulltrúar höfuðborgarsvæðisins, Reykjavíkur Norður, Reykjavíkur Suður og Suðvesturhornsins hafa látið sér lynda að samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu séu látin sitja á hakanum. Meðan fulltrúar þeirra frá öðrum kjördæmum eru eins og ljón að berjast fyrir fleiri jarðgöngum, minna þeir frekar á rollur sem bíta grasið á hringtorgunum og skapa umferðarteppur fyrir vinnandi fólk á morgnanna. Fulltrúar flokksins hafa ekki einu sinni spurt grasrótina álit á framkvæmdum eða fjármögnun. En þeir hafa gagnrýnt aðra flokka fyrir að spyrja sína flokksmeðlimi. Í grein sinni „Loðin stefna Pírata“ skammar Egill Þór Jónsson Pírata í Kópavogi fyrir að hafa haldið rafræna kosningu um málið til að athuga hug meðlima sinna. En hefur hann sjálfur gert upp hug sinn? Það er kannski lágmark að flokkur sem stýrir fimm af sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og ræður fjármálaráðuneytinu geri upp hug sinn hvort þeir styðji vegagjöld eða ekki. Því þeir virðast gera eitt í bæjarstjórn og annað í borgarstjórn. Og í öllum tilvikum án þess að spyrja grasrótina nokkurn tímann álits.Höfundur er ekki borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Píratar Reykjavík Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Svafar Helgason Vegtollar Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Líkt og greint var frá í fréttum þá var minnihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. Þrátt fyrir að samgöngusáttmálinn kæmi með undirskriftum bæjarstjórna Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Garðabæjar þá gat oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík ekki greitt atkvæði með samflokksmönnum sínum. Þrátt fyrir að hér kristölluðust áherslur sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn og áherslur hans á sveitastjórnarstigi gat oddvitinn ekki fylgt flokkslínunni. Í því samhengi er rétt að benda á að sjálfstæðismenn hafa oft sagt eitt og síðan kosið annað. Einn af þeim skrifar undir samkomulagið, Ármann Kr. Ólafsson sagði í bókun frá árinu 2011, þann 11. janúar, þetta um vegagjöldin: „Bifreiðaeigendur borga mun meira til ríkisins en sem nemur kostnaði við vegaframkvæmdir, rekstur og viðhald vega. Framlag ríkisins til þessara liða eru tæplega 20 milljarðar króna ár hvert og af því fer innan við 20% til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Skattar á bifreiðaeigendur og umferð er hins vegar um 50 m.a. árlega skv. upplýsingum frá FÍB. Þar af falla ríflega 33 m.a. króna til vegna eldsneytisgjalda. Það gengur því ekki að ríkisstjórn Íslands ætla að leggja enn frekari skatt á bifreiðaeigendur með sérstökum vegtollum á vegi sem liggja út frá höfuðborgarsvæðinu. Slíkur skattur er algerlega óásættanlegur og þá leggst hann með sérstökum þunga á íbúa á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess. Mun nær væri að nota það fé sem bifreiðaeigendur greiða nú þegar í ríkissjóð til fyrirhugaðra framkvæmda um leið og hagkvæmari lausnum er beitt til þess að ná fram markmiðum um umferðaröryggi. Fjölskyldur landsins standa ekki undir núverandi skattheimtu, hvað þá aukinni. Sennilega hefur kostnaður við rekstur bifreiða aldrei verið hærri en nú og ekkert bendir til þess að hann lækki í fyrirsjáanlegri framtíð ef marka má efnahagsspár og spár um þróun heimsmarkaðsverðs á eldsneyti. Vegtollar ganga því einfaldlega ekki upp.“ Sjálfstæðismenn virðast eiga erfitt með að gera upp hug sinn í samgöngumálum, hvernig þær eigi að vera fjármagnaðar og hvort yfirhöfuð eigi að gera nokkuð fyrir höfuðborgarbúa. Fulltrúar höfuðborgarsvæðisins, Reykjavíkur Norður, Reykjavíkur Suður og Suðvesturhornsins hafa látið sér lynda að samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu séu látin sitja á hakanum. Meðan fulltrúar þeirra frá öðrum kjördæmum eru eins og ljón að berjast fyrir fleiri jarðgöngum, minna þeir frekar á rollur sem bíta grasið á hringtorgunum og skapa umferðarteppur fyrir vinnandi fólk á morgnanna. Fulltrúar flokksins hafa ekki einu sinni spurt grasrótina álit á framkvæmdum eða fjármögnun. En þeir hafa gagnrýnt aðra flokka fyrir að spyrja sína flokksmeðlimi. Í grein sinni „Loðin stefna Pírata“ skammar Egill Þór Jónsson Pírata í Kópavogi fyrir að hafa haldið rafræna kosningu um málið til að athuga hug meðlima sinna. En hefur hann sjálfur gert upp hug sinn? Það er kannski lágmark að flokkur sem stýrir fimm af sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og ræður fjármálaráðuneytinu geri upp hug sinn hvort þeir styðji vegagjöld eða ekki. Því þeir virðast gera eitt í bæjarstjórn og annað í borgarstjórn. Og í öllum tilvikum án þess að spyrja grasrótina nokkurn tímann álits.Höfundur er ekki borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar