Loðin stefna sjálfstæðismanna Svafar Helgason skrifar 24. október 2019 14:15 Líkt og greint var frá í fréttum þá var minnihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. Þrátt fyrir að samgöngusáttmálinn kæmi með undirskriftum bæjarstjórna Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Garðabæjar þá gat oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík ekki greitt atkvæði með samflokksmönnum sínum. Þrátt fyrir að hér kristölluðust áherslur sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn og áherslur hans á sveitastjórnarstigi gat oddvitinn ekki fylgt flokkslínunni. Í því samhengi er rétt að benda á að sjálfstæðismenn hafa oft sagt eitt og síðan kosið annað. Einn af þeim skrifar undir samkomulagið, Ármann Kr. Ólafsson sagði í bókun frá árinu 2011, þann 11. janúar, þetta um vegagjöldin: „Bifreiðaeigendur borga mun meira til ríkisins en sem nemur kostnaði við vegaframkvæmdir, rekstur og viðhald vega. Framlag ríkisins til þessara liða eru tæplega 20 milljarðar króna ár hvert og af því fer innan við 20% til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Skattar á bifreiðaeigendur og umferð er hins vegar um 50 m.a. árlega skv. upplýsingum frá FÍB. Þar af falla ríflega 33 m.a. króna til vegna eldsneytisgjalda. Það gengur því ekki að ríkisstjórn Íslands ætla að leggja enn frekari skatt á bifreiðaeigendur með sérstökum vegtollum á vegi sem liggja út frá höfuðborgarsvæðinu. Slíkur skattur er algerlega óásættanlegur og þá leggst hann með sérstökum þunga á íbúa á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess. Mun nær væri að nota það fé sem bifreiðaeigendur greiða nú þegar í ríkissjóð til fyrirhugaðra framkvæmda um leið og hagkvæmari lausnum er beitt til þess að ná fram markmiðum um umferðaröryggi. Fjölskyldur landsins standa ekki undir núverandi skattheimtu, hvað þá aukinni. Sennilega hefur kostnaður við rekstur bifreiða aldrei verið hærri en nú og ekkert bendir til þess að hann lækki í fyrirsjáanlegri framtíð ef marka má efnahagsspár og spár um þróun heimsmarkaðsverðs á eldsneyti. Vegtollar ganga því einfaldlega ekki upp.“ Sjálfstæðismenn virðast eiga erfitt með að gera upp hug sinn í samgöngumálum, hvernig þær eigi að vera fjármagnaðar og hvort yfirhöfuð eigi að gera nokkuð fyrir höfuðborgarbúa. Fulltrúar höfuðborgarsvæðisins, Reykjavíkur Norður, Reykjavíkur Suður og Suðvesturhornsins hafa látið sér lynda að samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu séu látin sitja á hakanum. Meðan fulltrúar þeirra frá öðrum kjördæmum eru eins og ljón að berjast fyrir fleiri jarðgöngum, minna þeir frekar á rollur sem bíta grasið á hringtorgunum og skapa umferðarteppur fyrir vinnandi fólk á morgnanna. Fulltrúar flokksins hafa ekki einu sinni spurt grasrótina álit á framkvæmdum eða fjármögnun. En þeir hafa gagnrýnt aðra flokka fyrir að spyrja sína flokksmeðlimi. Í grein sinni „Loðin stefna Pírata“ skammar Egill Þór Jónsson Pírata í Kópavogi fyrir að hafa haldið rafræna kosningu um málið til að athuga hug meðlima sinna. En hefur hann sjálfur gert upp hug sinn? Það er kannski lágmark að flokkur sem stýrir fimm af sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og ræður fjármálaráðuneytinu geri upp hug sinn hvort þeir styðji vegagjöld eða ekki. Því þeir virðast gera eitt í bæjarstjórn og annað í borgarstjórn. Og í öllum tilvikum án þess að spyrja grasrótina nokkurn tímann álits.Höfundur er ekki borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Píratar Reykjavík Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Svafar Helgason Vegtollar Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Líkt og greint var frá í fréttum þá var minnihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. Þrátt fyrir að samgöngusáttmálinn kæmi með undirskriftum bæjarstjórna Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Garðabæjar þá gat oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík ekki greitt atkvæði með samflokksmönnum sínum. Þrátt fyrir að hér kristölluðust áherslur sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn og áherslur hans á sveitastjórnarstigi gat oddvitinn ekki fylgt flokkslínunni. Í því samhengi er rétt að benda á að sjálfstæðismenn hafa oft sagt eitt og síðan kosið annað. Einn af þeim skrifar undir samkomulagið, Ármann Kr. Ólafsson sagði í bókun frá árinu 2011, þann 11. janúar, þetta um vegagjöldin: „Bifreiðaeigendur borga mun meira til ríkisins en sem nemur kostnaði við vegaframkvæmdir, rekstur og viðhald vega. Framlag ríkisins til þessara liða eru tæplega 20 milljarðar króna ár hvert og af því fer innan við 20% til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Skattar á bifreiðaeigendur og umferð er hins vegar um 50 m.a. árlega skv. upplýsingum frá FÍB. Þar af falla ríflega 33 m.a. króna til vegna eldsneytisgjalda. Það gengur því ekki að ríkisstjórn Íslands ætla að leggja enn frekari skatt á bifreiðaeigendur með sérstökum vegtollum á vegi sem liggja út frá höfuðborgarsvæðinu. Slíkur skattur er algerlega óásættanlegur og þá leggst hann með sérstökum þunga á íbúa á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess. Mun nær væri að nota það fé sem bifreiðaeigendur greiða nú þegar í ríkissjóð til fyrirhugaðra framkvæmda um leið og hagkvæmari lausnum er beitt til þess að ná fram markmiðum um umferðaröryggi. Fjölskyldur landsins standa ekki undir núverandi skattheimtu, hvað þá aukinni. Sennilega hefur kostnaður við rekstur bifreiða aldrei verið hærri en nú og ekkert bendir til þess að hann lækki í fyrirsjáanlegri framtíð ef marka má efnahagsspár og spár um þróun heimsmarkaðsverðs á eldsneyti. Vegtollar ganga því einfaldlega ekki upp.“ Sjálfstæðismenn virðast eiga erfitt með að gera upp hug sinn í samgöngumálum, hvernig þær eigi að vera fjármagnaðar og hvort yfirhöfuð eigi að gera nokkuð fyrir höfuðborgarbúa. Fulltrúar höfuðborgarsvæðisins, Reykjavíkur Norður, Reykjavíkur Suður og Suðvesturhornsins hafa látið sér lynda að samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu séu látin sitja á hakanum. Meðan fulltrúar þeirra frá öðrum kjördæmum eru eins og ljón að berjast fyrir fleiri jarðgöngum, minna þeir frekar á rollur sem bíta grasið á hringtorgunum og skapa umferðarteppur fyrir vinnandi fólk á morgnanna. Fulltrúar flokksins hafa ekki einu sinni spurt grasrótina álit á framkvæmdum eða fjármögnun. En þeir hafa gagnrýnt aðra flokka fyrir að spyrja sína flokksmeðlimi. Í grein sinni „Loðin stefna Pírata“ skammar Egill Þór Jónsson Pírata í Kópavogi fyrir að hafa haldið rafræna kosningu um málið til að athuga hug meðlima sinna. En hefur hann sjálfur gert upp hug sinn? Það er kannski lágmark að flokkur sem stýrir fimm af sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og ræður fjármálaráðuneytinu geri upp hug sinn hvort þeir styðji vegagjöld eða ekki. Því þeir virðast gera eitt í bæjarstjórn og annað í borgarstjórn. Og í öllum tilvikum án þess að spyrja grasrótina nokkurn tímann álits.Höfundur er ekki borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun