Mér er hugsað til þín í dag, kæra kona Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 24. október 2019 16:00 Á þessum kvennafrídegi verður mér hugsað til allskonar kvenna út um allan heim. Mér verður hugsað til kvenna sem hafa lifað af ofbeldi. Þeirra sem hafa aldrei þorað að segja frá því að hafa orðið fyrir ofbeldi - því þær horfðu upp á skepnulega meðferð á þeim sem þorðu að stíga fram og greindu frá. Sagðar vera athyglissjúkar eða að hefna sín. Það eru jú alltaf tvær hliðar á öllum málum og allt það. Mér verður hugsað til kvenna sem eru með mar á enninu eftir að hafa rekist í glerþakið svo oft og á svo mismunandi vegu í atvinnulífinu. Því konur verða bara að vera duglegri við að brjóta glerþakið ef þær vilja jöfn laun á við karla. Mér er hugsað til kvenna sem dag hvern skerða lífsgæði sín og ganga á sitt líkamlega og andlega hreysti þar sem þær starfa við að huga að heilsu og lífi annara. Og af því að þær starfa í umönnunargeiranum þá eru þær sjálfkrafa í láglaunastétt. Mér verður hugsað til mæðra. Sem hafa gengið með börn. Sem hafa í upphafi meðgöngu verið ælandi í ruslafötuna inn á skrifstofunni sinni svo enginn sæi til. Og verið svo með samviskubit yfir því að geta ekki afkastað eins miklu og vanalega. Og fyrir vikið farið í taugarnar á samstarfsmönnum sínum. Þeirra sem hafa alið börn með öllum sínum styrk og sársauka. Verður sérstaklega hugsað til þeirra mæðra sem hafa átt fötluð eða veik börn. Og hafa vitað að eitthvað var að en það var ekki hlustað á þær. Sagðar móðursjúkar. Histerískar. Mér verður hugsað til kvenna sem hafa komið með hugmynd eða tillögu á fundi - en enginn heyrði hana fyrr en karlmaður bar upp nákvæmlega sömu tillögu. Og hún var samþykkt. Og talin stórkostleg. Ég er að hugsa til ykkar kvenna sem akkúrat núna eru að fá einhvera eðal hrútskýringu á því sem þið vitið allt um og jafnvel gott betur en karlmaðurinn sem er að tala við ykkur. Manspreadaður. Ég er að hugsa til ykkar sem líða kvalir, samviskubit og upplifa sjálfshatur dag hvern yfir því líta ekki út nákvæmlega samkvæmt útlitskröfum. Brengluðum og sjúkum staðalmyndum. Ég er að hugsa til ykkar sem hafa kært nauðgarann ykkar en hann fékk sýknun. Líf ykkar er skert. En þið eruð taldar, samkvæmt dómstólum, hafa sagt ósatt. Og nauðgarinn ykkar er saklaus. Því sektin var ekki sönnuð. Mér er hugsað til allra þeirra kvenna sem stigu fram í #metoo byltingunni. Og mér líka hugsað til allra ykkar sem gerðu það ekki. Á þessum kvennafrí-degi er ég að hugsa um að ég hef ennþá einlæga trú á því að jafnrétti náist. Verði lárétt lína. Og samfélaginu líður öllu betur. Baráttan hófst fyrir löngu síðan. Og heldur áfram. Systur munu berjast.Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Jafnréttismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á þessum kvennafrídegi verður mér hugsað til allskonar kvenna út um allan heim. Mér verður hugsað til kvenna sem hafa lifað af ofbeldi. Þeirra sem hafa aldrei þorað að segja frá því að hafa orðið fyrir ofbeldi - því þær horfðu upp á skepnulega meðferð á þeim sem þorðu að stíga fram og greindu frá. Sagðar vera athyglissjúkar eða að hefna sín. Það eru jú alltaf tvær hliðar á öllum málum og allt það. Mér verður hugsað til kvenna sem eru með mar á enninu eftir að hafa rekist í glerþakið svo oft og á svo mismunandi vegu í atvinnulífinu. Því konur verða bara að vera duglegri við að brjóta glerþakið ef þær vilja jöfn laun á við karla. Mér er hugsað til kvenna sem dag hvern skerða lífsgæði sín og ganga á sitt líkamlega og andlega hreysti þar sem þær starfa við að huga að heilsu og lífi annara. Og af því að þær starfa í umönnunargeiranum þá eru þær sjálfkrafa í láglaunastétt. Mér verður hugsað til mæðra. Sem hafa gengið með börn. Sem hafa í upphafi meðgöngu verið ælandi í ruslafötuna inn á skrifstofunni sinni svo enginn sæi til. Og verið svo með samviskubit yfir því að geta ekki afkastað eins miklu og vanalega. Og fyrir vikið farið í taugarnar á samstarfsmönnum sínum. Þeirra sem hafa alið börn með öllum sínum styrk og sársauka. Verður sérstaklega hugsað til þeirra mæðra sem hafa átt fötluð eða veik börn. Og hafa vitað að eitthvað var að en það var ekki hlustað á þær. Sagðar móðursjúkar. Histerískar. Mér verður hugsað til kvenna sem hafa komið með hugmynd eða tillögu á fundi - en enginn heyrði hana fyrr en karlmaður bar upp nákvæmlega sömu tillögu. Og hún var samþykkt. Og talin stórkostleg. Ég er að hugsa til ykkar kvenna sem akkúrat núna eru að fá einhvera eðal hrútskýringu á því sem þið vitið allt um og jafnvel gott betur en karlmaðurinn sem er að tala við ykkur. Manspreadaður. Ég er að hugsa til ykkar sem líða kvalir, samviskubit og upplifa sjálfshatur dag hvern yfir því líta ekki út nákvæmlega samkvæmt útlitskröfum. Brengluðum og sjúkum staðalmyndum. Ég er að hugsa til ykkar sem hafa kært nauðgarann ykkar en hann fékk sýknun. Líf ykkar er skert. En þið eruð taldar, samkvæmt dómstólum, hafa sagt ósatt. Og nauðgarinn ykkar er saklaus. Því sektin var ekki sönnuð. Mér er hugsað til allra þeirra kvenna sem stigu fram í #metoo byltingunni. Og mér líka hugsað til allra ykkar sem gerðu það ekki. Á þessum kvennafrí-degi er ég að hugsa um að ég hef ennþá einlæga trú á því að jafnrétti náist. Verði lárétt lína. Og samfélaginu líður öllu betur. Baráttan hófst fyrir löngu síðan. Og heldur áfram. Systur munu berjast.Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun