Formúla 1

Verstappen refsað og verður ekki á ráspól

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Verstappen verður fjórði þegar ræst verður út í mexíkóska kappakstrinum annað kvöld.
Verstappen verður fjórði þegar ræst verður út í mexíkóska kappakstrinum annað kvöld. vísir/getty
Max Verstappen á Red Bull verður ekki á ráspól í Mexíkó-kappakstrinum annað kvöld.Verstappen varð fyrstur í tímatökunni í kvöld. Hann fékk hins vegar refsingu fyrir að hægja ekki á sér vegna áreksturs Valterri Bottas á Mercedes. Hollendingurinn virti gula viðvörunarfána að vettugi.Verstappen var færður niður í 4. sætið. Charles Leclerc á Ferrari verður því á ráspól annað kvöld. Samherji hans, Sebastian Vettel, verður annar og heimsmeistarinn Lewis Hamilton þriðji.Hamilton getur tryggt sér sinn sjötta heimsmeistaratitil annað kvöld.Bein útsending frá Mexíkó-kappakstrinum hefst klukkan 18:50 á Stöð 2 Sport á morgun.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Upphitun: Hamilton getur unnið titilinn um helgina

Lewis Hamilton er hársbreidd frá því að tryggja sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í Formúlu 1. Takist honum að fá 14 stigum meira en liðsfélagi sinn, Valtteri Bottas, vinnur Bretinn titilinn í Mexíkó um helgina.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.