Formúla 1

Verstappen refsað og verður ekki á ráspól

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Verstappen verður fjórði þegar ræst verður út í mexíkóska kappakstrinum annað kvöld.
Verstappen verður fjórði þegar ræst verður út í mexíkóska kappakstrinum annað kvöld. vísir/getty

Max Verstappen á Red Bull verður ekki á ráspól í Mexíkó-kappakstrinum annað kvöld.

Verstappen varð fyrstur í tímatökunni í kvöld. Hann fékk hins vegar refsingu fyrir að hægja ekki á sér vegna áreksturs Valterri Bottas á Mercedes. Hollendingurinn virti gula viðvörunarfána að vettugi.

Verstappen var færður niður í 4. sætið. Charles Leclerc á Ferrari verður því á ráspól annað kvöld. Samherji hans, Sebastian Vettel, verður annar og heimsmeistarinn Lewis Hamilton þriðji.


Hamilton getur tryggt sér sinn sjötta heimsmeistaratitil annað kvöld.

Bein útsending frá Mexíkó-kappakstrinum hefst klukkan 18:50 á Stöð 2 Sport á morgun.


Tengdar fréttir

Upphitun: Hamilton getur unnið titilinn um helgina

Lewis Hamilton er hársbreidd frá því að tryggja sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í Formúlu 1. Takist honum að fá 14 stigum meira en liðsfélagi sinn, Valtteri Bottas, vinnur Bretinn titilinn í Mexíkó um helgina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.