Upphitun: Hamilton getur unnið titilinn um helgina Bragi Þórðarson skrifar 24. október 2019 22:30 Hamilton tryggði sér sinn fimmta titil í Mexíkó í fyrra. Getty Lewis Hamilton er hársbreidd frá því að tryggja sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í Formúlu 1. Takist honum að fá 14 stigum meira en liðsfélagi sinn, Valtteri Bottas, vinnur Bretinn titilinn í Mexíkó um helgina. Aðeins fjórar keppnir eru eftir af tímabilinu og er Hamilton með 64 stiga forskot í keppni ökuþóra. Það er því bara spurning um hvenær ekki hvort Lewis tryggi sér titilinn. Mercedes er nú þegar búið að tryggja sér titil bílasmiða, en Toto Wolff, stjóri liðsins, er þó ekki vongóður um góð úrslit í Mexíkó um helgina. ,,Þessar fjórar keppnir sem eftir eru verða erfiðar, sérstaklega Mexíkó, þar sem brautin hentar okkar bíl illa'' sagði Toto í vikunni.Mercedes vann síðast í Mexíkó árið 2016GettyFerrari bílarnir hraðir í MexíkóHamilton hefur unnið tvo síðustu titla sína í Mexíkó en býst ekki við því að tryggja hann þar í ár. Hann býst við að Ferrari verði allsráðandi um helgina. Þar sem brautin er mjög ofarlega yfir sjávarmáli er loftið mjög þunnt. Það þýðir að vængirnir virka minna og vélin verður aflminni. Hár hámarkshraði Ferrari bílanna mun hjálpa gríðarlega um helgina þar sem ráskafli brautarinnar í Mexíkó er mjög langur. Því telja flestir að rauðu bílarnir verði þeir hröðustu um helgina. Æfing, tímatökur og kappaksturinn sjálfur verður að sjálfssögðu allt í beinni á Stöð 2 Sport um helgina. Kappaksturinn byrjar klukkan 18:50 á sunnudaginn. Formúla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton er hársbreidd frá því að tryggja sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í Formúlu 1. Takist honum að fá 14 stigum meira en liðsfélagi sinn, Valtteri Bottas, vinnur Bretinn titilinn í Mexíkó um helgina. Aðeins fjórar keppnir eru eftir af tímabilinu og er Hamilton með 64 stiga forskot í keppni ökuþóra. Það er því bara spurning um hvenær ekki hvort Lewis tryggi sér titilinn. Mercedes er nú þegar búið að tryggja sér titil bílasmiða, en Toto Wolff, stjóri liðsins, er þó ekki vongóður um góð úrslit í Mexíkó um helgina. ,,Þessar fjórar keppnir sem eftir eru verða erfiðar, sérstaklega Mexíkó, þar sem brautin hentar okkar bíl illa'' sagði Toto í vikunni.Mercedes vann síðast í Mexíkó árið 2016GettyFerrari bílarnir hraðir í MexíkóHamilton hefur unnið tvo síðustu titla sína í Mexíkó en býst ekki við því að tryggja hann þar í ár. Hann býst við að Ferrari verði allsráðandi um helgina. Þar sem brautin er mjög ofarlega yfir sjávarmáli er loftið mjög þunnt. Það þýðir að vængirnir virka minna og vélin verður aflminni. Hár hámarkshraði Ferrari bílanna mun hjálpa gríðarlega um helgina þar sem ráskafli brautarinnar í Mexíkó er mjög langur. Því telja flestir að rauðu bílarnir verði þeir hröðustu um helgina. Æfing, tímatökur og kappaksturinn sjálfur verður að sjálfssögðu allt í beinni á Stöð 2 Sport um helgina. Kappaksturinn byrjar klukkan 18:50 á sunnudaginn.
Formúla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira