Handbolti

„Ekki skrýtið að spennu­stigið sé hátt hjá liðinu þegar spennu­stigið er svo hátt hjá þjálfaranum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elías Már sendur upp í stúku.
Elías Már sendur upp í stúku. vísir/skjáskot
Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, var sendur upp í stúku í leik liðsins gegn KA um helgina.HK er enn án stiga eftir fyrstu fimm umferðirnar í deildinni og það hjálpaði ekki til að Elías Már fékk rautt spjald um helgina.„Ég held að það sé ekkert skrýtið að spennustigið sé hátt hjá liðinu þegar spennustigið hjá þjálfaranum er svo hátt,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon og hélt áfram.„Ég held að maður hafi reynt að temja sér það að vera ekki mikið að skipta sér að þjálfaranum sem er að spila á móti manni og maður hefur nóg með að stjórna sínu eigin liði.“Þetta er ekki í fyrsta skiptið í vetur sem leikmenn HK verða yfirspenntir.„Það er risaleikur eins og allir fyrir HK. Þeir eru búnir að eiga marga góða spretti og eru með marga unga og efnilega leikmenn. Maður sá líka í leiknum gegn Fjölni að þeir voru yfirspenntir,“ sagði Halldór Jóhann.Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan þar sem er meðal annars rætt við Elías Má.

Klippa: Seinni bylgjan: Elías Már var sendur upp í stúku

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.