Handbolti

Seinni bylgjan: Dómarinn rak áhorfanda út úr húsinu í Grafarvogi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Anton Gylfi Pálsson hendir Aroni út.
Anton Gylfi Pálsson hendir Aroni út. vísir/skjáskot

Athyglisvert atvik átti sér stað í leik Fjölnis og Fram í Olís-deild karla á þriðjudag er áhorfandi var rekinn út úr húsinu.

Anton Gylfi Pálsson, annar dómari leiksins, fékk sig fullsaddan af einum áhorfandanum sem lét í sér heyra vegna ákvörðunar dómara í fyrri hálfleik leiksins. Anton Gylfi rak hann svo út úr húsinu.

Við nánari athugun kom í ljós að áhorfandinn var leikmaðurinn Aron Gauti Óskarsson en hann er á mála hjá Fram.

Seinni bylgjan fór yfir málið og má sjá nánari yfirferð þeirra um atvikið í spilaranum hér að ofan.


Klippa: Seinni bylgjan: Ráku áhorfanda út


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.