Báknið kjurrt Hörður Ægisson skrifar 11. október 2019 07:00 Rekstrarumhvefi fyrirtækja hefur ekki verið jafn krefjandi og nú í langan tíma. Það birtist okkur í auknum launakostnaði, hratt vaxandi atvinnuleysi, miklum samdrætti í nýjum útlánum til fyrirtækja á milli ára og kólnandi byggingargeira. Við þessar aðstæður er viðbúið að fjárfesting í atvinnulífinu dragist verulega saman. Verðlækkanir á hlutabréfamarkaði eru hugsanlega viðvörunarbjöllur um það sem koma skal. Seðlabankinn hefur brugðist við með því að lækka vexti í fjórgang – samanlagt um eitt prósentustig – frá því í vor. Það er ekki nóg. Vaxtalækkanir hafa ekki skilað sér til fyrirtækja heldur eru þau í mörgum tilfellum að sjá hækkandi vaxtaálag í bankakerfinu. Veturinn verður tími hagræðingar, sem mun einkum felast í uppsögnum, og sameiningum fyrirtækja í atvinnugreinum á borð við ferðaþjónustu. Staðan er um margt fordæmalaus. Óumdeilt er að þjóðarbúið hefur aldrei staðið á styrkari stoðum, meðal annars þegar litið er til 840 milljarða gjaldeyrisforða Seðlabankans, lítillar skuldsetningar ríkisins, viðvarandi viðskiptaafgangs og jákvæðrar eignastöðu við útlönd, en það eru samt blikur á lofti. Hættan er sú að óvissa og stigvaxandi svartsýni heimila muni smitast í einkaneysluna, helsta drifkraft hagvaxtar, fasteignamarkaðinn og fjárfestingaráform fyrirtækja. Slíkur spírall, sem við sjáum vísbendingar um að sé þegar hafinn, veldur því að allir rifa seglin á sama tíma. Nýta þarf betur tæki og tól peningastefnunnar til að afstýra slíkri atburðarás, einkum nú þegar verðbólguvæntingar fara lækkandi, með skýrari skilaboðum um vaxtalækkunarferlið í stað þess að bíða og sjá til. Nýr seðlabankastjóri nýtti því miður ekki það tækifæri á síðasta vaxtaákvörðunarfundi bankans. Á meðan almenni vinnumarkaðurinn er að grípa til sársaukafullra aðgerða eru opinberir starfsmenn staddir í sínum hliðarveruleika. Stéttarfélög þeirra álíta að þau geti sótt sér meiri kjarabætur en um var samið í Lífskjarasamningunum fyrr á árinu. Það er ekki í boði að eftirláta opinberum starfsmönnum, sem eru með hæstu heildarlaun á Norðurlöndum, að leiða launaþróun á vinnumarkaði. Ríkið hefur hlutverki að gegna við að sporna gegn niðursveiflunni, sem ætti að felast í auknum innviðafjárfestingum og lækkun skatta á heimili og fyrirtæki, en það verður ekki gert með því að standa undir enn meiri rekstrarútgjöldum til handa opinberum stofnunum. Frá aldamótum hefur ríkisstarfsmönnum fjölgað um 55 prósent á meðan fjölgunin á almennum vinnumarkaði nemur 18 prósentum. Þá eru skattar á Íslandi einir þeir hæstu innan OECD og útgjaldaþensla ríkisins er stjórnlaus. Það gætir vaxandi óþreyju með þessa þróun. Stærsti flokkur landsins, sem mælist nú með minna en 20 prósenta fylgi, hefur löngum talið sér það til tekna að vera málsvari einkaframtaks og minni ríkisumsvifa. Ekki fer þó mikið fyrir þeim áherslum, hvorki í orði né á borði, og sú staðreynd að fylgið er í botni þarf því ekki að koma á óvart. Áætlað er að útgjöld ríkissjóðs verði yfir þúsund milljarðar á næsta ári og hafa þau aukist um nærri 300 milljarða á einum áratug. Í stað þess að aukin útgjöld séu sjálfkrafa talin besti mælikvarðinn á árangur og þjónustu opinberra stofnana þarf ríkið að koma á skýrari mælikvörðum hvað skattgreiðendur eru að fá fyrir peninginn. Verði ekki snúið af þessari braut stefnir í óefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Vinnumarkaður Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Rekstrarumhvefi fyrirtækja hefur ekki verið jafn krefjandi og nú í langan tíma. Það birtist okkur í auknum launakostnaði, hratt vaxandi atvinnuleysi, miklum samdrætti í nýjum útlánum til fyrirtækja á milli ára og kólnandi byggingargeira. Við þessar aðstæður er viðbúið að fjárfesting í atvinnulífinu dragist verulega saman. Verðlækkanir á hlutabréfamarkaði eru hugsanlega viðvörunarbjöllur um það sem koma skal. Seðlabankinn hefur brugðist við með því að lækka vexti í fjórgang – samanlagt um eitt prósentustig – frá því í vor. Það er ekki nóg. Vaxtalækkanir hafa ekki skilað sér til fyrirtækja heldur eru þau í mörgum tilfellum að sjá hækkandi vaxtaálag í bankakerfinu. Veturinn verður tími hagræðingar, sem mun einkum felast í uppsögnum, og sameiningum fyrirtækja í atvinnugreinum á borð við ferðaþjónustu. Staðan er um margt fordæmalaus. Óumdeilt er að þjóðarbúið hefur aldrei staðið á styrkari stoðum, meðal annars þegar litið er til 840 milljarða gjaldeyrisforða Seðlabankans, lítillar skuldsetningar ríkisins, viðvarandi viðskiptaafgangs og jákvæðrar eignastöðu við útlönd, en það eru samt blikur á lofti. Hættan er sú að óvissa og stigvaxandi svartsýni heimila muni smitast í einkaneysluna, helsta drifkraft hagvaxtar, fasteignamarkaðinn og fjárfestingaráform fyrirtækja. Slíkur spírall, sem við sjáum vísbendingar um að sé þegar hafinn, veldur því að allir rifa seglin á sama tíma. Nýta þarf betur tæki og tól peningastefnunnar til að afstýra slíkri atburðarás, einkum nú þegar verðbólguvæntingar fara lækkandi, með skýrari skilaboðum um vaxtalækkunarferlið í stað þess að bíða og sjá til. Nýr seðlabankastjóri nýtti því miður ekki það tækifæri á síðasta vaxtaákvörðunarfundi bankans. Á meðan almenni vinnumarkaðurinn er að grípa til sársaukafullra aðgerða eru opinberir starfsmenn staddir í sínum hliðarveruleika. Stéttarfélög þeirra álíta að þau geti sótt sér meiri kjarabætur en um var samið í Lífskjarasamningunum fyrr á árinu. Það er ekki í boði að eftirláta opinberum starfsmönnum, sem eru með hæstu heildarlaun á Norðurlöndum, að leiða launaþróun á vinnumarkaði. Ríkið hefur hlutverki að gegna við að sporna gegn niðursveiflunni, sem ætti að felast í auknum innviðafjárfestingum og lækkun skatta á heimili og fyrirtæki, en það verður ekki gert með því að standa undir enn meiri rekstrarútgjöldum til handa opinberum stofnunum. Frá aldamótum hefur ríkisstarfsmönnum fjölgað um 55 prósent á meðan fjölgunin á almennum vinnumarkaði nemur 18 prósentum. Þá eru skattar á Íslandi einir þeir hæstu innan OECD og útgjaldaþensla ríkisins er stjórnlaus. Það gætir vaxandi óþreyju með þessa þróun. Stærsti flokkur landsins, sem mælist nú með minna en 20 prósenta fylgi, hefur löngum talið sér það til tekna að vera málsvari einkaframtaks og minni ríkisumsvifa. Ekki fer þó mikið fyrir þeim áherslum, hvorki í orði né á borði, og sú staðreynd að fylgið er í botni þarf því ekki að koma á óvart. Áætlað er að útgjöld ríkissjóðs verði yfir þúsund milljarðar á næsta ári og hafa þau aukist um nærri 300 milljarða á einum áratug. Í stað þess að aukin útgjöld séu sjálfkrafa talin besti mælikvarðinn á árangur og þjónustu opinberra stofnana þarf ríkið að koma á skýrari mælikvörðum hvað skattgreiðendur eru að fá fyrir peninginn. Verði ekki snúið af þessari braut stefnir í óefni.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar