Lág laun ófaglærðra kvenna vandamál hjá fleiri sveitarfélögum en Reykjavíkurborg Sylvía Hall skrifar 13. október 2019 23:00 Lilja Alfreðsdóttir og Margrét Tryggvadóttir voru gestir Heimis Más í Víglínunni í dag. Vísir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og vísindamálaráðherra og Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar taka undir sjónarmið Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um að rétta þurfi stöðu ófaglærðra kvenna sem vinna hjá Reykjavíkurborg. Vandamálið sé hins vegar ekki einungis bundið við Reykjavíkurborg. Í viðtali í Kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag sagði Sólveig Anna lítinn skilning vera innan Reykjavíkurborgar á kerfislægri kvenfyrirlitningu sem væri ríkjandi. Enn er ósamið við þúsundir starfsmanna Reykjavíkurborgar og sagði Sólveig Anna vandann vera uppsafnaðan. Nefndi hún sem dæmi ófaglærða leikskólakennara, sem væru lægst launuðu starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði þrátt fyrir mikið álag.Sjá einnig: Kerfislæg kvenfyrirlitning ríki gagnvart ófaglærðum konum hjá borginni „Þetta er kerfislægt vandamál, ég er algjörlega sammála Sólveigu Önnu um það. Þetta er ekkert sérstakt Reykjavíkurmál. Ófaglærðar kvennastéttir, alveg sama hvort við horfum inn á spítalana, hvort við horfum inn á leikskólanna, sem eru sannarlega í öllum sveitarfélögum landsins nema kannski þeim allra smæstu, skólaliðar í grunnskólum; störf sem eru algjörlega nauðsynleg fyrir okkur öll, því ef þau væru ekki þá lamast allt. Þetta er bara alveg rétt,“ sagði Margrét í viðtali í Víglínunni í dag. Hún sagði stöðuna vera þannig að deildir leikskóla væru heppnar ef einn faglærður starfsmaður væri þar við störf. Staðan væri þannig í næstum öllum sveitarfélögum.Sólveig Anna segir skorta skilning hjá Reykjavíkurborg.Vísir/VilhemLilja tók undir orð Margrétar og sagði þetta vera mikið áhyggjuefni. Þarna væri um að ræða mikilvæga stétt og á síðustu árum væri sífellt verið að auka áherslu á leikskólastigið í kjölfar menntarannsókna. Forysta leikskólakennara væri þó að stíga stór skref í því efla námið. „Við höfum náð núna á tiltölulega stuttum tíma að auka aðsókn í kennaranámið um fimmtíu prósent í Háskóla Íslands. Eitt af því sem við gerum, er að fimmta árið er orðið að starfsnámi. Það er bara viðurkennt og það er gert í samvinnu við skólann og það er mjög erfitt að fara til baka í það að stytta námið, það eru margir sem eru búnir með fimm ára námið og það eru tölur sem sýna alveg fram á það að aðsókn í námið minnkaði verulega, en við erum að vinna með stöðuna og við erum að sjá mikinn árangur af þessum aðgerðum okkar,“ sagði Lilja og bætti við að staðan væri að batna töluvert því áður hefði stefnt í mikinn kennaraskort innan nokkurra ára.Gamaldags viðhorf sem hafi áhrif enn í dag „Ég er sammála því að auðvitað verður staða þessara kvenna sem eru ófaglærðar í samfélaginu okkar að vera þannig að hún sé viðunandi og ég tek bara hjartanlega undir það,“ sagði Lilja. Aðspurðar hvort þetta væri ekki til marks um það viðhorf sem ríkti áður að störf kvenna væru „aukavinna“ þar sem karlinn væri fyrirvinnan sögðu þær svo vel geta verið. „Ég held þetta sé það viðhorf að þetta séu viðbótartekjur heimilisins en staðan er bara ekki þannig, en þetta eru alveg gríðarlega mikilvæg störf og við getum alls ekki án þessara starfskrafta verið og okkur ber siðferðileg skylda að meta þeirra vinnu,“ sagði Margrét og tók Lilja undir það. „Grunnurinn að öllu í okkar samfélagi er auðvitað menntakerfið og heilbrigðiskerfið og þarna starfa auðvitað mjög margir sem eru ófaglærðir og við verðum auðvitað að passa upp á það að skilyrði þeirra séu viðunandi.“ Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og vísindamálaráðherra og Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar taka undir sjónarmið Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um að rétta þurfi stöðu ófaglærðra kvenna sem vinna hjá Reykjavíkurborg. Vandamálið sé hins vegar ekki einungis bundið við Reykjavíkurborg. Í viðtali í Kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag sagði Sólveig Anna lítinn skilning vera innan Reykjavíkurborgar á kerfislægri kvenfyrirlitningu sem væri ríkjandi. Enn er ósamið við þúsundir starfsmanna Reykjavíkurborgar og sagði Sólveig Anna vandann vera uppsafnaðan. Nefndi hún sem dæmi ófaglærða leikskólakennara, sem væru lægst launuðu starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði þrátt fyrir mikið álag.Sjá einnig: Kerfislæg kvenfyrirlitning ríki gagnvart ófaglærðum konum hjá borginni „Þetta er kerfislægt vandamál, ég er algjörlega sammála Sólveigu Önnu um það. Þetta er ekkert sérstakt Reykjavíkurmál. Ófaglærðar kvennastéttir, alveg sama hvort við horfum inn á spítalana, hvort við horfum inn á leikskólanna, sem eru sannarlega í öllum sveitarfélögum landsins nema kannski þeim allra smæstu, skólaliðar í grunnskólum; störf sem eru algjörlega nauðsynleg fyrir okkur öll, því ef þau væru ekki þá lamast allt. Þetta er bara alveg rétt,“ sagði Margrét í viðtali í Víglínunni í dag. Hún sagði stöðuna vera þannig að deildir leikskóla væru heppnar ef einn faglærður starfsmaður væri þar við störf. Staðan væri þannig í næstum öllum sveitarfélögum.Sólveig Anna segir skorta skilning hjá Reykjavíkurborg.Vísir/VilhemLilja tók undir orð Margrétar og sagði þetta vera mikið áhyggjuefni. Þarna væri um að ræða mikilvæga stétt og á síðustu árum væri sífellt verið að auka áherslu á leikskólastigið í kjölfar menntarannsókna. Forysta leikskólakennara væri þó að stíga stór skref í því efla námið. „Við höfum náð núna á tiltölulega stuttum tíma að auka aðsókn í kennaranámið um fimmtíu prósent í Háskóla Íslands. Eitt af því sem við gerum, er að fimmta árið er orðið að starfsnámi. Það er bara viðurkennt og það er gert í samvinnu við skólann og það er mjög erfitt að fara til baka í það að stytta námið, það eru margir sem eru búnir með fimm ára námið og það eru tölur sem sýna alveg fram á það að aðsókn í námið minnkaði verulega, en við erum að vinna með stöðuna og við erum að sjá mikinn árangur af þessum aðgerðum okkar,“ sagði Lilja og bætti við að staðan væri að batna töluvert því áður hefði stefnt í mikinn kennaraskort innan nokkurra ára.Gamaldags viðhorf sem hafi áhrif enn í dag „Ég er sammála því að auðvitað verður staða þessara kvenna sem eru ófaglærðar í samfélaginu okkar að vera þannig að hún sé viðunandi og ég tek bara hjartanlega undir það,“ sagði Lilja. Aðspurðar hvort þetta væri ekki til marks um það viðhorf sem ríkti áður að störf kvenna væru „aukavinna“ þar sem karlinn væri fyrirvinnan sögðu þær svo vel geta verið. „Ég held þetta sé það viðhorf að þetta séu viðbótartekjur heimilisins en staðan er bara ekki þannig, en þetta eru alveg gríðarlega mikilvæg störf og við getum alls ekki án þessara starfskrafta verið og okkur ber siðferðileg skylda að meta þeirra vinnu,“ sagði Margrét og tók Lilja undir það. „Grunnurinn að öllu í okkar samfélagi er auðvitað menntakerfið og heilbrigðiskerfið og þarna starfa auðvitað mjög margir sem eru ófaglærðir og við verðum auðvitað að passa upp á það að skilyrði þeirra séu viðunandi.“
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira