Lífið

Séra Davíð Þór og Þórunn í hnapphelduna

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Þórunn og Davíð kynntust þegar bæði voru messuþjónar í Neskirkju.
Þórunn og Davíð kynntust þegar bæði voru messuþjónar í Neskirkju.
Séra Davíð Þór Jónsson í Laugarneskirkju og Þórunn Gréta Sigurðardóttir, formaður Tónskáldafélags Íslands, settu upp hringana á laugardag og héldu svo utan til Frakklands í brúðkaupsferðina.Davíð og Þórunn voru messuþjónar í Neskirkju þegar Davíð var í prestsnámi fyrir rúmum áratug og fluttu síðar austur á Eskifjörð þar sem hann fékk brauð. Þórunn er píanisti að mennt og var organisti í Eskifjarðarkirkju. Nú spila þau saman í pönkhljómsveitinni Austurvígstöðvunum sem vakið hefur athygli fyrri beitta textasmíð.Saman eiga Davíð og Þórunn tvö ung börn en fyrir átti Davíð þrjú uppkomin börn og fjögur barnabörn.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.