Bylting á skólastarfi Kolbrún Baldursdóttir skrifar 15. október 2019 14:45 Samfélagið er mikið til skipulagt á þann veg að vinna og skóli hefjist um klukkan 8 á morgnana. Það er þó ekkert heilagt við það frekar en annað. Því verður velt upp á fundi borgarstjórnar í dag hvort fleiri skólar eru hugsanlega tilbúnir að seinka skólabyrjun og hefja kennslu kl. 9:00. Flokkur fólksins leggur fram tillögu þess efnis að skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar eigi samtal við skólasamfélagið í Reykjavík með það að markmiði að leita að fleiri skólum sem eru tilbúnir að seinka skólabyrjun og hefja kennslu klukkan 9:00. Vissulega felst hagkvæmni í því að allir hefji daginn á sama tíma. Hefjist kennsla kl. 9:00 kann ákveðinn vandi að skapast hjá einhverjum foreldrum yngri barna sem þurfa sjálfir að mæta í vinnu kl. 8:00. Hann væri þó hægt að leysa með því að bjóða upp á morgungæslu milli kl. 8:00 og 9:00 fyrir þau börn sem þess þurfa. Einhverjir skólar hafa nú þegar seinkað skólabyrjun og skólastjórnendur segja reynsluna góða. Börnin komi hressari í skólann og séu virkari. Það sé rólegra yfirbragð á nemendum og kennarar upplifi minna álag. Þá stuðlar slík breyting einnig að auknu öryggi nemenda á ferð sinni til skóla ef þeir ferðast við bjartari skilyrði. Seinkun/breyting á upphafi vinnutíma kennara gæti einnig dregið úr umferðarálagi í borginni á háannatíma. Ef kennsla hefst kl. 9:00 þá gefst þeim kennurum sem vilja, ráðrúm til þess að skipuleggja kennsludaginn í stað þess að þurfa að hefja kennslu um leið og vinna hefst á morgnana. Mikilvægt er að kanna viðhorf foreldra, kennara og nemenda til seinkunar skólabyrjunar og athuga hvort leita þurfi lausna til að samrýma seinkun skólabyrjunar við íþrótta- og tómstundaiðkun barna eftir skóla. Einnig þarf að leita leiða til að stytta vinnutíma kennara að kennslu lokinni. Það er því að mörgu að huga og því full ástæða til að hefja vinnuna sem fyrst. Það er mat flestra þeirra sem starfa í skólum sem hefja kennslu seinna að seinkunin hafi leitt til byltingar á skólastarfinu. Það er því full ástæða til að skóla og frístundarsvið kanni með markvissum hætti hvort fleiri skólar sýna áhuga á að hefja skóladaginn kl. 9:00.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Sjá meira
Samfélagið er mikið til skipulagt á þann veg að vinna og skóli hefjist um klukkan 8 á morgnana. Það er þó ekkert heilagt við það frekar en annað. Því verður velt upp á fundi borgarstjórnar í dag hvort fleiri skólar eru hugsanlega tilbúnir að seinka skólabyrjun og hefja kennslu kl. 9:00. Flokkur fólksins leggur fram tillögu þess efnis að skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar eigi samtal við skólasamfélagið í Reykjavík með það að markmiði að leita að fleiri skólum sem eru tilbúnir að seinka skólabyrjun og hefja kennslu klukkan 9:00. Vissulega felst hagkvæmni í því að allir hefji daginn á sama tíma. Hefjist kennsla kl. 9:00 kann ákveðinn vandi að skapast hjá einhverjum foreldrum yngri barna sem þurfa sjálfir að mæta í vinnu kl. 8:00. Hann væri þó hægt að leysa með því að bjóða upp á morgungæslu milli kl. 8:00 og 9:00 fyrir þau börn sem þess þurfa. Einhverjir skólar hafa nú þegar seinkað skólabyrjun og skólastjórnendur segja reynsluna góða. Börnin komi hressari í skólann og séu virkari. Það sé rólegra yfirbragð á nemendum og kennarar upplifi minna álag. Þá stuðlar slík breyting einnig að auknu öryggi nemenda á ferð sinni til skóla ef þeir ferðast við bjartari skilyrði. Seinkun/breyting á upphafi vinnutíma kennara gæti einnig dregið úr umferðarálagi í borginni á háannatíma. Ef kennsla hefst kl. 9:00 þá gefst þeim kennurum sem vilja, ráðrúm til þess að skipuleggja kennsludaginn í stað þess að þurfa að hefja kennslu um leið og vinna hefst á morgnana. Mikilvægt er að kanna viðhorf foreldra, kennara og nemenda til seinkunar skólabyrjunar og athuga hvort leita þurfi lausna til að samrýma seinkun skólabyrjunar við íþrótta- og tómstundaiðkun barna eftir skóla. Einnig þarf að leita leiða til að stytta vinnutíma kennara að kennslu lokinni. Það er því að mörgu að huga og því full ástæða til að hefja vinnuna sem fyrst. Það er mat flestra þeirra sem starfa í skólum sem hefja kennslu seinna að seinkunin hafi leitt til byltingar á skólastarfinu. Það er því full ástæða til að skóla og frístundarsvið kanni með markvissum hætti hvort fleiri skólar sýna áhuga á að hefja skóladaginn kl. 9:00.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun