Bylting á skólastarfi Kolbrún Baldursdóttir skrifar 15. október 2019 14:45 Samfélagið er mikið til skipulagt á þann veg að vinna og skóli hefjist um klukkan 8 á morgnana. Það er þó ekkert heilagt við það frekar en annað. Því verður velt upp á fundi borgarstjórnar í dag hvort fleiri skólar eru hugsanlega tilbúnir að seinka skólabyrjun og hefja kennslu kl. 9:00. Flokkur fólksins leggur fram tillögu þess efnis að skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar eigi samtal við skólasamfélagið í Reykjavík með það að markmiði að leita að fleiri skólum sem eru tilbúnir að seinka skólabyrjun og hefja kennslu klukkan 9:00. Vissulega felst hagkvæmni í því að allir hefji daginn á sama tíma. Hefjist kennsla kl. 9:00 kann ákveðinn vandi að skapast hjá einhverjum foreldrum yngri barna sem þurfa sjálfir að mæta í vinnu kl. 8:00. Hann væri þó hægt að leysa með því að bjóða upp á morgungæslu milli kl. 8:00 og 9:00 fyrir þau börn sem þess þurfa. Einhverjir skólar hafa nú þegar seinkað skólabyrjun og skólastjórnendur segja reynsluna góða. Börnin komi hressari í skólann og séu virkari. Það sé rólegra yfirbragð á nemendum og kennarar upplifi minna álag. Þá stuðlar slík breyting einnig að auknu öryggi nemenda á ferð sinni til skóla ef þeir ferðast við bjartari skilyrði. Seinkun/breyting á upphafi vinnutíma kennara gæti einnig dregið úr umferðarálagi í borginni á háannatíma. Ef kennsla hefst kl. 9:00 þá gefst þeim kennurum sem vilja, ráðrúm til þess að skipuleggja kennsludaginn í stað þess að þurfa að hefja kennslu um leið og vinna hefst á morgnana. Mikilvægt er að kanna viðhorf foreldra, kennara og nemenda til seinkunar skólabyrjunar og athuga hvort leita þurfi lausna til að samrýma seinkun skólabyrjunar við íþrótta- og tómstundaiðkun barna eftir skóla. Einnig þarf að leita leiða til að stytta vinnutíma kennara að kennslu lokinni. Það er því að mörgu að huga og því full ástæða til að hefja vinnuna sem fyrst. Það er mat flestra þeirra sem starfa í skólum sem hefja kennslu seinna að seinkunin hafi leitt til byltingar á skólastarfinu. Það er því full ástæða til að skóla og frístundarsvið kanni með markvissum hætti hvort fleiri skólar sýna áhuga á að hefja skóladaginn kl. 9:00.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Sjá meira
Samfélagið er mikið til skipulagt á þann veg að vinna og skóli hefjist um klukkan 8 á morgnana. Það er þó ekkert heilagt við það frekar en annað. Því verður velt upp á fundi borgarstjórnar í dag hvort fleiri skólar eru hugsanlega tilbúnir að seinka skólabyrjun og hefja kennslu kl. 9:00. Flokkur fólksins leggur fram tillögu þess efnis að skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar eigi samtal við skólasamfélagið í Reykjavík með það að markmiði að leita að fleiri skólum sem eru tilbúnir að seinka skólabyrjun og hefja kennslu klukkan 9:00. Vissulega felst hagkvæmni í því að allir hefji daginn á sama tíma. Hefjist kennsla kl. 9:00 kann ákveðinn vandi að skapast hjá einhverjum foreldrum yngri barna sem þurfa sjálfir að mæta í vinnu kl. 8:00. Hann væri þó hægt að leysa með því að bjóða upp á morgungæslu milli kl. 8:00 og 9:00 fyrir þau börn sem þess þurfa. Einhverjir skólar hafa nú þegar seinkað skólabyrjun og skólastjórnendur segja reynsluna góða. Börnin komi hressari í skólann og séu virkari. Það sé rólegra yfirbragð á nemendum og kennarar upplifi minna álag. Þá stuðlar slík breyting einnig að auknu öryggi nemenda á ferð sinni til skóla ef þeir ferðast við bjartari skilyrði. Seinkun/breyting á upphafi vinnutíma kennara gæti einnig dregið úr umferðarálagi í borginni á háannatíma. Ef kennsla hefst kl. 9:00 þá gefst þeim kennurum sem vilja, ráðrúm til þess að skipuleggja kennsludaginn í stað þess að þurfa að hefja kennslu um leið og vinna hefst á morgnana. Mikilvægt er að kanna viðhorf foreldra, kennara og nemenda til seinkunar skólabyrjunar og athuga hvort leita þurfi lausna til að samrýma seinkun skólabyrjunar við íþrótta- og tómstundaiðkun barna eftir skóla. Einnig þarf að leita leiða til að stytta vinnutíma kennara að kennslu lokinni. Það er því að mörgu að huga og því full ástæða til að hefja vinnuna sem fyrst. Það er mat flestra þeirra sem starfa í skólum sem hefja kennslu seinna að seinkunin hafi leitt til byltingar á skólastarfinu. Það er því full ástæða til að skóla og frístundarsvið kanni með markvissum hætti hvort fleiri skólar sýna áhuga á að hefja skóladaginn kl. 9:00.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar