Körfubolti

36 ára gamall Lithái til liðs við Grindavík

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Valdas lék í EuroLeague 2014-2015 og er hér í leik gegn Valencia.
Valdas lék í EuroLeague 2014-2015 og er hér í leik gegn Valencia. vísir/getty

Grindvíkingar hafa sótt sér liðsstyrk sem ætlað er að styrkja liðið undir körfunni í Dominos deild karla.

36 ára gamall litháískur framherji að nafni Valdas Vasylius mun leika með Grindvíkingum en hann kemur til liðsins frá litháíska B-deildarliðinu Silute þar sem hann hefur skorað 17,8 stig að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum á yfirstandandi leiktíð.

Valdas er 203 sentimetrar á hæð og hefur farið víða á löngum atvinnumannaferli. Hann hefur meðal annars leikið í Grikklandi, Póllandi, Rússlandi og Úkraínu auk þess sem hann lék í háskólaboltanum í Bandaríkjunum á árum áður.

Grindavík heimsækir Hauka í 3.umferð Dominos deildarinnar annað kvöld en Grindvíkingar töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni, gegn Keflavík og KR.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.