Körfubolti

36 ára gamall Lithái til liðs við Grindavík

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Valdas lék í EuroLeague 2014-2015 og er hér í leik gegn Valencia.
Valdas lék í EuroLeague 2014-2015 og er hér í leik gegn Valencia. vísir/getty
Grindvíkingar hafa sótt sér liðsstyrk sem ætlað er að styrkja liðið undir körfunni í Dominos deild karla.36 ára gamall litháískur framherji að nafni Valdas Vasylius mun leika með Grindvíkingum en hann kemur til liðsins frá litháíska B-deildarliðinu Silute þar sem hann hefur skorað 17,8 stig að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum á yfirstandandi leiktíð.Valdas er 203 sentimetrar á hæð og hefur farið víða á löngum atvinnumannaferli. Hann hefur meðal annars leikið í Grikklandi, Póllandi, Rússlandi og Úkraínu auk þess sem hann lék í háskólaboltanum í Bandaríkjunum á árum áður.Grindavík heimsækir Hauka í 3.umferð Dominos deildarinnar annað kvöld en Grindvíkingar töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni, gegn Keflavík og KR.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.