Handbolti

Sönderjyske vann Íslendingaslag við GOG

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnar Birkir í leik með íslenska landsliðinu
Arnar Birkir í leik með íslenska landsliðinu vísir/vilhelm

Sönderjyske hafði betur gegn GOG í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Álaborg vann þægilegan sigur á Fredericia.

Sönderjyske vann sterkan útisigur á GOG 24-30 eftir að hafa verið 11-10 undir í hálfleik.

Sveinn Jóhannsson og Arnar Birkir Hálfdánsson skoruðu eitt mark hvor fyrir Sönderjyske. Hjá GOG skoraði Arnar Freyr Arnarsson fjögur mörk og Viktor Gísli Hallgrímsson varði eitt skot í þann tíma sem hann stóð í markinu.

Ríkjandi meistarar í Álaborg tóku á móti Fredericia og unnu fimm marka sigur 29-24. Álaborg var yfir allan leikinn og var sigurinn aldrei í hættu.

Í Noregi skoraði Sigvaldi Guðjónsson fimm mörk þegar Elverum sló Kristiansand út úr bikarnum.

Elverum vann fjögurra marka sigur 29-25 eftir að hafa verið 13-12 yfir í hálfleik.

Sænsku meistararnir í Sävehof töpuðu á útivelli fyrir Malmö.

Ágúst Elí Björgvinsson var með um þrjátíu prósenta markvörslu í liði Sävehof sem tapaði 28-24.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.