Viðskipti innlent

Útgerðarfélag Reykjavíkur eignast meirihluta í Brim

Andri Eysteinsson skrifar
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. sem áður hét HB Grandi hefur aukið við eignarhluta sinn í félaginu. Félag Guðmundar, Útgerðarfélag Reykjavíkur keypti allt nýútgefið hlutafé í Brimi hf. Fyrir 6,5 milljarða króna. Áður hafði félagið keypt 10% hluta Fisk Seafood. Viðskiptablaðið greinir frá.

Félag Guðmundar, Útgerðarfélag Reykjavíkur hét lengi vel Brim en í september á síðasta ári var tekin ákvörðun um að breyta nafni félagsins, félagið hafði þá verið stærsti hluthafi í HB Granda. HB Grandi varð svo að Brim hf. í ágústmánuði.

Fyrir kaup Útgerðarfélags Reykjavíkur á nýútgefnu hlutafé var eignarhluti félagsins 35,01%. Nú með kaupum á 133.751.606 hlutum og á 10% hlut Fisk Seafood í september er eignarhlutur félagsins 42,71% en verður eftir 1. desember 2019 52.76%.


Tengdar fréttir

Kaupa fyrir átta milljarða króna í Brimi

Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur keypt 196,5 milljóna króna hlut FISK Seafood eignarhaldsfélags í Brimi hf. Um er að ræða um tíu prósent af heildarhlutafé félagsins.

Brim hagnaðist um 1,5 milljarða

Útgerðarfélagið Brim hagnaðist um 10,7 milljónir evra á fyrri helmingi ársins eða sem nemur 1,5 milljörðum króna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,51
21
428.353
SYN
2,38
9
90.240
HAGA
1,75
10
95.153
EIK
1,22
13
157.475
REITIR
1,17
17
254.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,3
6
96.239
TM
-0,83
4
38.492
EIM
-0,78
9
100.273
ICESEA
-0,68
3
7.781
ICEAIR
-0,48
14
96.178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.