Viðskipti innlent

Útgerðarfélag Reykjavíkur eignast meirihluta í Brim

Andri Eysteinsson skrifar
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. sem áður hét HB Grandi hefur aukið við eignarhluta sinn í félaginu. Félag Guðmundar, Útgerðarfélag Reykjavíkur keypti allt nýútgefið hlutafé í Brimi hf. Fyrir 6,5 milljarða króna. Áður hafði félagið keypt 10% hluta Fisk Seafood. Viðskiptablaðið greinir frá.Félag Guðmundar, Útgerðarfélag Reykjavíkur hét lengi vel Brim en í september á síðasta ári var tekin ákvörðun um að breyta nafni félagsins, félagið hafði þá verið stærsti hluthafi í HB Granda. HB Grandi varð svo að Brim hf. í ágústmánuði.Fyrir kaup Útgerðarfélags Reykjavíkur á nýútgefnu hlutafé var eignarhluti félagsins 35,01%. Nú með kaupum á 133.751.606 hlutum og á 10% hlut Fisk Seafood í september er eignarhlutur félagsins 42,71% en verður eftir 1. desember 2019 52.76%.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Brim hagnaðist um 1,5 milljarða

Útgerðarfélagið Brim hagnaðist um 10,7 milljónir evra á fyrri helmingi ársins eða sem nemur 1,5 milljörðum króna.

Kaupa fyrir átta milljarða króna í Brimi

Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur keypt 196,5 milljóna króna hlut FISK Seafood eignarhaldsfélags í Brimi hf. Um er að ræða um tíu prósent af heildarhlutafé félagsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
2,41
6
64.330
SIMINN
2,28
10
135.612
EIK
1,91
2
20.760
REGINN
1,81
5
14.329
TM
1,35
4
100.425

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,62
11
1.746
LEQ
-3,17
1
495
ORIGO
-0,66
1
709
MAREL
-0,42
7
110.573
EIM
0
2
219
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.