Viðskipti innlent

Brim braut lög um verð­bréfa­við­skipti og greiðir 8,2 milljónir króna í sekt

Eiður Þór Árnason skrifar
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Útgerðarfélagið Brim braut lög um verðbréfaviðskipti í fyrra og gerði félagið samkomulag við Fjármálaeftirlitið þann 10. júlí síðastliðinn um að ljúka málinu með sátt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu sem birt var í dag.Sem hluti af sáttinni viðurkennir Brim að hafa brotið gegn lögum um verðbréfaviðskipti með því að hafa ekki birt innherjaupplýsingar eins fljótt og auðið var. Féllst Brim hf. á að greiða sekt upp á 8,2 milljónir króna eftir að hafa óskað eftir því að ljúka málinu með sátt.Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu (FME) átti brotið sér stað þegar Brim, sem þá hét HB Grandi, hygðist kaupa allt hlutafé í útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. Ekki kemur fram í tilkynningu FME hvaða innherja um ræðir en áður hefur verið greint frá því að HB Grandi, sem síðar varð Brim, hafi keypt hlutafé í Ögurvík af Guðmundi Kristjánssyni, þá forstjóra og aðaleiganda HB Granda, í september á síðasta ári. Guðmundur er nú forstjóri Brims.Í tilkynningunni er kaupferlið sagt hafa hafist formlega í lok ágúst á síðasta ári þegar Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra félagsins, var falið af stjórn þess að hefja samningaviðræður um kaupin. Samkvæmt FME töldust þær upplýsingar vera innherjaupplýsingar á þeim tímapunkti í skilningi laganna og var félaginu því skylt að birta þær eins fljótt og auðið var.Félagið birti þó ekki strax umræddar upplýsingar, né tilkynnti Fjármálaeftirlitinu um frestun á birtingu þeirra líkt og heimild er fyrir í lögum. Upplýsingarnar voru fyrst birtar þann 7. september 2018, þegar opinber tilkynning var gefin út um félagið hafi gert samning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Ögurvík.Fram kemur í tilkynningu FME að samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti „ber[i] útgef­anda fjár­mála­gern­inga, sem teknir hafa verið til við­skipta á skipu­legum verð­bréfa­mark­aði, eða verslað er með á mark­aðs­torgi fjár­mála­gern­inga (MTF), að birta almenn­ingi á Evr­ópska efna­hags­svæð­inu allar þær innherjaupplýsingar sem varða hann eins fljótt og auðið er og á jafn­ræð­is­grund­velli.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,33
6
156.400
EIM
1,44
1
56
MAREL
0,79
9
133.796
HAGA
0,62
3
109.250
BRIM
0,49
8
64.151

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,08
2
12.538
ICESEA
-0,8
3
5.560
TM
-0,75
1
16.600
ARION
-0,54
6
29.827
SIMINN
-0,33
1
17.880
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.