Viðskipti innlent

HB Grandi verður Brim og samþykkti umdeild kaup

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Nafni HB Granda verður breytt í Brim. Tillagan var samþykkt á hluthafafundi félagsins í dag. Einnig voru umdeild kaup félagsins á sölufélögum í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur, ÚR, í Asíu samþykkt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HB Granda.

HB Grandi mun þannig festa kaup á öllu hlutafé í sölufélögum ÚR í Japan, Hong Kong og á meginlandi Kína, sem og þjónustufélagi á Íslandi. Kaupverðið nemur rúmum fjórum milljörðum króna og greiðist að fullu með útgáfu nýrra hluta í HB Granda hf.

Kaupin voru samþykkt með 88,85% greiddum atkvæðum þeirra sem fundinn sátu. 11,15% greiddu atkvæði á móti. Kaup HB Granda á sölufélögum ÚR, sem er stærsti hluthafi í HB Granda, hafa verið umdeild.

Í vikunni sendi Gildi lífeyrissjóður, fjórði stærsti hluthafi í HB Granda, frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að lífeyrissjóðurinn myndi greiða atkvæði gegn kaupunum. Þá sagði lífeyrissjóðurinn að fyrirætlanir HB Granda á Asíumarkaði væru „ekki trúverðugar“.

Tillaga um nafnabreytingu félagsins úr HB Granda í Brim var samþykkt með 90,95% atkvæða þeirra hluthafa sem fundinn sátu, á móti voru 0,05%, auð og ógild 9,00%


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,46
15
375.832
MAREL
1,11
14
298.559
REGINN
0,9
8
133.385
FESTI
0,84
7
200.425
SKEL
0,55
9
89.970

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-2,3
9
120.376
ICEAIR
-2,17
51
165.212
KVIKA
-1,89
9
75.362
SYN
-1,43
5
20.669
SJOVA
-0,97
6
58.720
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.